Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Side 41

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Side 41
43 annara sparisjóða. Hreppafélög og sýslufélög stofna spari- sjóði sjálfum sér til fjárhagsbóta og eflingar. Hví skyldu ekki kaupféiögin gera slíkt hið sama? Eða hvers vegna ættu þau ekki' eins að eiga rétt til þess? Það virðist því ekki minsta ástæða til þess, að raska skipulagi eða nafni sparisjóðs K. Þ. að nokkru leyti, og allra síst til þess, að draga meðferð hans og notkun fjár- ins undan hínu opinbera eftirliti samkvæmt landslögum, því einmitt í því eftirliti er fólgin trygging fyrir innstæðu- eigendurna, eins og lögin ætlast til, og kaupfélagið hefir enga ástæðu til að dylja eða fara í felur með nokkuð af framkvæmdum sínum. Og enn er eitt ótalið, sem ætti að gera kaupfélögin sem allra fastheldnust á þessi fjársöfn sín. Eigi samvinnufélög- in hér á landi fram undan sér nokkuð likt þroskaskeið þeim, sem erlend samvinnufélög þegar hafa runnið, þá er enginn efi á, að sá tími kemur, og það máske áður en langir tímar líða, þegar þau stofna sinn eigin samvinnu- banka, og þá gætu þessi sparifjársöfn samvinnufélaganna verið afar mikill stuðningur. Ef sá afturkippur í öllu fjármálastarfi og viðskiftum þjóð- anna, sem heimsstyrjöldin hefir ollað, aldrei hefði komið, þá er líklegt að sá tími hefði þegar verið kominn, er sam vinnufélögin hefðu fyrir alvöru verið farin að undirbúa stofnun eigin banka. En nú veit enginn, hve lengi við- reisnarstarfið stendur, né heldur hver ráð best reynast til viðreisnar fjárhagsastandi þjóðanna. Eitt er víst, og það er, að hið pólitiska fjármálaskipulag, sem þjóðirnar hafa búið við og trúað á, reynist nú gersamlega vanmáttugt t<l þess að reisa sjálft sig og fjárhag.þjóðanna úr rústum. Það er jafnvel að verða mönnum ljóst, að einmitt þetta fjármálaskipu- lag er ein af aðalorsökum heimsslyrjaldai innar og allrar þeirrar eyn dar og svívirðingar, sem hún hefir leitt yfir heiminn. Af afglöpum og skaðsemi hins gamla skipulags eiga samvinnufélögin að læra að varast vítin, þá er þau byggja sitt nýja fjármálaskipulag.

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.