Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Page 49
51
leggja fiskimenn fiskinn inn í reikning deildar sinnar óverk-
aðan, en kaupfélagið sér um verkunina og söluna á kostn-
að og ábyrgð fiskeigenda. Með öðrum orðum: K. P.
hefir sláturhús fyrir þorskana aiveg eins og fyrir dilkana,
og er það langtum einfaldari og hentugri aðferð en hitt
var og léttir sjómönrium viðskiftin við K. Þ.
Pað eftirtektaverðasta og alvarlegasta, sem skýrsia þessi
sýnir, og það, sem félagsmenn verða að veita athygli, er
það, að þó að vörukaup deildanna hafi minkað um kr.
317134,25 frá því sem var árið 1920, þá eru þó vöru-
kaupin enn talsvert hærri að verði en söluverð útfluttu
varanna, þótt verði allra sjávarafurðanna, sem vanta á
skýrsluna, sé bætt við, en meðan svo er, er engin von,
að reikningshagur félagsins lagfærist. Félagsmenn verða
því að taka enn betur á, bæði að spara og að auka fram-
leiðsluna. Pað eitt og ekkert annað en að selja meira en
keypt er getur rétt við efnahaginn og bjargað þjóðinni út
úr því fjárhagsöngþveiti, sem hún enn er í. En eintóm
aukning framleiðslunnar er ekki nóg; það verður að fram-
leiða það, sem aðrar þjóðir vilja borga háu verði og sækj-
ast eftir og það er aðal atriðið. Pjóðin framleiðir svo
miklar vörur til útflutnings, að væru þær allar í háu verði,
mundu þær meira en hrökkva fyrir þörfunum, en það,
sem vantar, er, að þær séu nógu útgengilegar og eftirsótt-
ar af öðrum þjóðum. Að bæta úr því er verkefni, sem
nú verður að taka til alvarlegrar íhugunar og aðgerða.
Líklega verður að gera ýmsar gagngerðar breytingar á at-
vinnuvegum vorum til þess, að markið náist. Merkilegt
er, að tveir útlendingar, sem hér hafa ferðast um landið,
hafa veitt þessu eftirtekt og ritað um það í blöð vor.
4'