Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Blaðsíða 52
54
Athugasemdir
um þessar tvær síðustu skýrslur:
Síðan 1918 hafa sláturfjárafurðir félagsmanua í K. Þ.
farið talsvert minkandi, og það á tvennan hátt, þannig að
sláturfénu hefir fækkað og það rýrnað ár frá ári, eins og
eftirfarandi yfirlit sýnir:
Ár Tala sláturfjár Kjöt samtals kíló Gærur samtals kíló Mör samtals kíló Meðalvigt allra kroppa kíló
16642 250188 46785 11442 15,05
1919 15410 239183 46840 13102 15,52
1920 14485 206600 39277 6502 14,26
1921 13715 193720 33835 6779 14,12
Nú er það víst, að á þessum árum hefir sauðfé fremur
fjölgað en fækkað í héraðinu, svo að fækkun sláturfjárins
I K. Þ. getur ekki komið af því, að færra sé til að slátra;
orsakirnar hljóta að vera aðrar, og getur þá ekki verið
nema um tvent að ræða, annaðhvort að menn leggi meira
sláturfé til heimilanna, sem ekki væri óeðlilegt með fall-
andi verði sláturfjárafurðanna, en framhaldandi dýrtíð að-
keyptra vara, eða hitt, að sláturfjársala til kaupmanna fari
árlega vaxandi. Um það eru engar skýrslur til, en líkurn-
ar eru talsvet'ðar, þótt undarlegt megi virðast. Raunar mun
það ekki ótítt, að kaupmenn yfirborgi fé, sem þeir kaupa
á fæti, til þess að ná því til sín, einkum sauði og eldra
geldfé, og fé úr þeim bygðarlögum, sem besta landkosti
hafa og talið er að best sauðfé hafi, og það er vitanlegt,
að samheldni kaupfélagsmanna er ofraun að standast boð
kaupmanna. Peir ná því árlega til sín talsverðu af besta
kétinu, sem framleitt er í héraðinu.
Rýrnun fjárins þessi ár mun að miklu leyti eiga rót sína