Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 4
6
félögum, ályktaði stjórnin að bjóða sýslunefndinni. a5
Sambandið tæki að sér mælingarnar. Þessu boði tók
sýslunefndin, og verður því eitt með fyrstu verkum
væntanlegrar stjórnar, að gera nauðsynlegar framkvæmd-
ir í því efni.
1B. Samkvæmt ósk frá Búnaðarfélagi íslands hef-
ir stjórnin samþvkt, að Sambandið taki að sér að safna
skýrslum um grasbýli og smábýli á félagssvæðinu. Fram-
kvæmd þessa máls kemur og til kasta væntanlegrar
stjórnar Sambandsins. En gert hefir verið ráð fyrir, að
skýrslusöfnunin fari fram jafnhliða túnmælingunum.
14. í ráði er, að gróðrarstöð Sambandsins taki, í
samvinnu við aðrar gróðrarstöðvar landsins, fræræktina
til aukinna athugana. Þetta er framtíðarmál, sem hafa
þarf í huga. En óvíst að byrjað verði í sumar, vegna
stirðrar vortíðar og hins seinbyrjaða gróðurs.
15. Nýtt trúnaðarstarf hefir Sambandinu verið fal-
ið á þessu ári, fulltrúakosningar til búnaðarþings, sam-
kvæmt yfirlýstum vilja meiri Iduta sýslunefnda á Sam-
bandssvæðinu og samþykki búnaðarþingsins 1915. Vænf-
anlega gera aðalfundir Sambandsins sig maklega þessa
trausts í framtíðinni með því, að vanda til kosninganna
og skipa starfið mönnum, sem líklegir eru til að verða
nytsamir búnaðarmálastarfi landsins.
16. Stjórnarfundir hafa verið haldnir 5 á árinu-
17. Fjárhagur Sambandsins við siðustu áramót
var þannig, að það átti tekjuafgang til næsta árs kr.
2186.73.
Þar við er þó að athuga, að Sambandið situr inni
með fé á reikningi kr. 255,33, sem ekki getur taliztþvl'
til tekna í raun og veru.