Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 26
28
Tröð.
Undir vissum kringumstæðum má þó bæta
úr steinefnaskorti á annan hátt. Sé jarð-
vegurinn orðinn fátækur og ófrjór fyrir rányrkju um
lengri eða skemri tíma, getur það bætt nokkuð úr, að
láta landið liggja i tröð um lengri eða skemri tírna.
Ófrjósemin þarf ekki endilega að vera komin af algerð-
um efnaskorti í jarðveginum, orsökin getur verið sú,
að efnin séu ekki i nothæfum samböndum. Sé slikur
jarðvegur lagður i tröð, og einkum ef hann er unninn
á hentugan hátt, þá vinst tími og veitast skilyrði til
þess að efni hans breytist í nothæf sambönd, og sá er
lika tilgangurinn.
Sáðskifti Sama tilgangi má og ná á enn annan hátt.
Jarðvegurinn getur orðið ófrjór fyrir það,
að eitt af hinum nauðsynlegu efnum eyðist við slöðuga
ræktun sömu plöntutegundar, sem notar tiltölulega meira
af því efni en öðrum. Af þessu efni getur þó enn ver-
ið nægur forði fyrir aðrar tes<undir plantna, sem minna
þurfa af því, eða geta notað það og leyst úr tregleyst-
um samböndum. Getur þá fengist fullkomin uppskera
enn um nokkurt árabil, með því að skifta um plöntur
og án sérstaks tilkostnaðar til að bæta úr skorti á því
efni, sem of lítið var orðið af, fyrir þær tegundir (eða
tegund), sem áður voru ræktaðar. Síðan má skifta um
aftur og svo koll af kolli, á þann hátt, að jöfnuður
verði á eyðslu efnanna úr jarðveginum. Þetta kallast
sáðskifti og er algengt i öðrum löndum og talið sjálf-
sagt.
Hafi korn verið ræktað lengi á sama stað, þá er
sá jarðvegur orðinn fátækur af fosfór, en getur þó enn
haft nægan forða af því efni fyrir rótarávexti. En þau.