Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 40

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 40
4 ■> -síðasta aldarþriðjungi síðustu aldar, og mikið af því Iandi, sem áður var akrar, er nú slægju- og beitiland. Takmörkin sem hagsmunir bóndans setia Hagsmuna- , . r , , * . . takmörkin. tyrir ti'amproun jarðyrkjunnar eru einkum þau, að reynslan sýnir, að það borgar sig ekki að rækta jörðina eftir þeim fullkomnustu aðferðum sem þektar eru. Bændur. gætu t. d. með betri ávinslu á ökrum sínum eytt illgresi betur en gert er, og þeir gætu jafnvel reitt það með höndunum, eins og við reit- um garðholurnar, þeir gætu borið betur á og margt fleira mætti nefna. En þegar búskaparhættirnir eru komnir á visst stig og kostnaðurinn -að ákveðnu marki, þá borga ekki auknar afurðir þann kostnað, sem lagð- ur er fram umfram þetta. Hvar þessi takmörk liggja er mjög misjafnt eftir staðbáttum og þau breytast eftir markaðsverði afurðanna, dýrleika vinnuaflsins, bættum vinnutólum, ræktunartækjum öllum og ræktunaraðferðum. En altaf finnast einhver takmörk, sem ekki borgar sig að fara vfir í jarðræktinni, eða búskapnum yfir höfuð. Hagsmunir bóndans reisa skorður við frek- afrakstur. ari umbótum, Og þessvegna kallast jarðyrkj- an atvinnugrein með þverrandi afrakstri. Þetta stendur í sambandi við það, að jarðyrkjan er háð náttúruskilyrðum, eins og áður er sagt, og náttúr- an hefir sjálf sett takmörk fyrir því, hversu mikil upp- skera getur fengist af flatareiningunni, mismunandi eftir náttúrufari á hverjum stað, og þar getur maðurinn ekki 'brotið náttúruna á bak aftur eða drotnað yfir henni, og það getur bann raunar aldrei. Hann getur aðeins lært að þekkja hana, taka bana i þjónustu sína og nota öfl

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.