Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 22

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 22
24 Oblandaðar eru allar þessar jarðvegstegundir ófrjó- ar, enda eru þær fremur óvíða hreinar. Blöndunarhlut- föll þeirra og uppruni ræður miklu um frjósemi jarð- vegarins. Frjór jarðvegur. Frjóastur er sá jarðvegur, sem myndaður er af kalkbornum leir og sandi, að jöfnu, oghefir auk þess nokkrar hundraðseiningar af mold. En moldin getur lika orðið of mikil og svo er það í torfjörð. I ræktuðum og reglulega unnum jarðvegi i opinni jörð (plægðu og herfuðu landi) er sjald- an yflr 10°/0 mold, því að við vinnsluna og ræktunina sundurliðast hin Iífrænu efni fljótt og verður þá lítið' eftir. Framundir miðja síðustu öld álitu fróðir Moldar- v v kenningin nienn, ao plönturnar næroust mestmegnis af moldinni í jarðveginum. Sú kenning kallaðist moldarkenningin (humusteori) og var kend við þýskan vísindamann, Albrecht Tháer, sem kallaður er faðir þýzkra húvísinda. En um 1840 skrifaði hinn frægi þýzki efna- kenningin. fræðingur Justus v. Liebig — faðir búefna- fræðinnar — bók um hagnýting efnafræð- innar- fyrir landbúnað og lífeðlisfræði og sýndi þar fram á að aðalnæring plantnanna úr jarðveginum væru steinefni uppleyst í vatni. Þessi kenning kallast stein- efnakenningin (mineral teori). Hún var staðfest litlu síðar með vísindalegum tilraunum og er enn i gildi. Efnaskortur groðrarlaginu verða því að vera þau stein- efni, uppleyst í vatni, sem plönturnar þarfn- ast, ekki aðeins i hæfilegum mæli heldur einnig í hæfi legum — auðleystum — samböndum, sem plönturnar

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.