Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 13
15
26 sept. lagði eg á stað austur aftur, og var á Stafa-
felli þann 27. Mældi eg þar fyrir áveituskurði, 280 m.
löngum. En þar eð tími minn var svo takmarkaður,
gat eg ekki gert körfumælingar af landi því, sem áveitan
var ætluð, enda var ekki gert ráð fyrir. að áveitan
kæmist í framkvæmd fyrst um sinn.
28. sept. hélt eg áfram austur eftir, til að vera
við hrútasýningar. (Sjá sérstaka skýrslu um hrúta-
sýningar).
• 30 sept. mældi eg fyrir 2 flóðgörðum á Búlands-
nesi, 165 m. og 142 m. löngum.
5. Okt. skoðaði eg safngrifju á Berunesi í Fáskrúðs-
firði hjá hr. Þorsteini Lúðvíkssyni. Gryfjan var með
steinsteyptum botni og veggir úr grjóti, hlöðnu í steinlíni
Rúmmálið var 240 teningsfet.
7. okt. skoðaði eg áburðarhús hjá Einari bónda
Friðrikssyni á Hafranesi við Reyðarfjörð. Veggir húss-
ins voru úr steinsteypu og þak úr járni, eu botninn ekki
steyptur ennþá. Stærðin var 7^/^X 0 X3l/s alin.
Frá Reyðarfirði hélt eg áfram með fjörðum til
Mjóafjarðar, og þaðan til Héraðs. Kom heim 15. okt. og
hafði eg þá verið mánuð í ferðinni.
Auk þess, sem að framan er talið. gaf egbænduiji
þær upplýsingar, sem þeir óskuðu eftir og eg gat i té
látið.
Eiðum 1K. okt. 15)15.
Sigmur B. Guttormsson.