Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 39

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 39
41 mótsetningu við hina — viðhaldsbúskap (Extensivfc landbrug). Reynslan er sú, þegar báðar aðferðirnar eru vet stundaðar, hvor á sinn hátt og eftir sínum réttu regl- um, að viðhaldsbúskapurinn gefur meiri arð fyrir hverja vinnueiningu, sem honum er lögð, en afurðabúskapur- inn meiri arð af hverri flatareiningu og grip og hækkar þannig verðmæti lands og bústofns. I nýbygðu eða strjálbygðu landi, þar serm hæfttr breytast. fá*r stun^a búskap en landrými er nóg og landgæði og jörðin auðunnin, er viðhalds- jarðyrkjan algengilst. En þegar þéttbýli vex, efnahag- ur blómgvast, jarðarafurðir hækka í verði og verkfæri fullkomnast, þá getur jarðræktin rentað meiri vinnukostn- að og í einu orði sagt meiri höfuðstól en áður, og bú- skapurinn breytist þá í afurðabúskap, minsta kosti hvað' jarðyrkjuna snertir. Þó getur komið fram öfugstreymi i búskapnum i sama landi að þessu leyti, þannig að afurðabúskapur sé tekinn upp í sumum landshlutum en viðhaldsbúskapur í öðrum. Hið fyrra á sér nú stað í austurrikjunum í N.-Ameriku en hið síðara í vesturrikj- unum. Og stundum breytir heilt land búskaparháttum sínum í viðhaldsbúskap. Vegna hinnar miklu kornsölu frá Ameriku og Rússlandi, hetir verð á korni fallið mjög í þeim lönduni, sem hafa ekki verndað kornyrkju sína með hækkandi korntolli, og hún er þessvegna ekki eins arðsöm og hún var áður. Jafnhliða þessu hafa vinnu- laun iðnaðarmanna stígið og þar með vinnulaun verka- manna landbúnaðarins, og nægur vinnukraftur er vand- fenginn fyrir bændur. Af þessum ástæðum minkaði kornræktun á Bretlandi og írlandi um nálega 20°/o á

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.