Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 21

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 21
23 Ef grænvaxandi planta er þurkuð, léttist hún um 3/4-4/6 það er vatnið, sem þá fer úr plöntunni, en eft- ir reru Jþurefnin. Séu þurefnin brend hverfur mestur hluti þeirra, en eftir verður askan. Það sem hverfur við brunann, kallast lífræn efni, og eru þau aðallega mynduð af súrefni, vatnsefni, kolefni og köfnunarefni, en H öskunni eru 7 hin siðasttöldu, af lífsnauðsynlegu næringarefnunum og kallast einu nafni steinefni plönt- unnar eða ólífræn efni (dáefni). Hið efsta lausa jarðlag, sem rætur plantn- Gróðrarlag. anna greinast um og taka næringu úr, kall- ast gróðrarlag eða grórðarmold, og er eftir eðli og uppruna skift í 4 flokka: leir, sand, mold og kalk. Þessir 4 flokkar jarðtegunda blandast saman í ýmsum hlutföllum og á ýmsan hátt og læður það miklu um frjósemi gróðrarlagsins. Auk þessara jarðefna er ætíð meira og minna vatn og loft í gróðrarlaginu, enda er það nauðsynlegt, eins og áður var sagt. Moldin er lífræn að uppruna og einkum mynduð af meira og minna rotnuðum plönt- um og plöntuhlutum. Hinar jarðvegstegundirnar eru ólifrænar. Leirinn er molnaðir steinar og berg og er oft auðugur af nærandi efnum íyrir plönt- urnar. Ilann er seigur, vatnsheldinn og kaldur. Sandur Sandurinn er hálfmolnaðir steinar og berg, er með tímanum getur orðið að leir. Hann er laus, þur og frjóefnasnauður en hlýr. Kalk Ealkið hefir svipaða eiginleika og sandur- inn, en það er sjálft næringarefni fyrir plönturnar einkum vissar tegundir (t. d, belgplöntur), sem eru þurftugar fyrir kalk. Mold. Leir.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.