Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 25
27
hrökk þó ekki til uppbótar og því síður til verulegra
umbóta. En hér hefir steinefnakenningin komið að góðu
haldi. Hún hefir kent mönnum, að nota margsháttar
ólífræn efni til áburðar, svo sem beinamjöl, Chilisaltpét-
ur, kalksaltpétur, kainit, og önnur kalísölt, Thomasfosfat,
súperfosfat, guano o fl. svokölluð tilbúin ábuiðarefni.
Þau eru hvert um sig ófullkomnari en húsdýraáburður,
einkum vegna þess, að þau hafa aðeins eitt (eða tvö)
frjógvandi efni, þar sem húsdýraáburðurinn hefir öll þau
efni, sem skortur er á í jarðveginum, en hafa þó mikil
og góð áhrif á frjósemi jarðvegarins, þegar þau eru
skynsamlega notuð, og geta þá gengið í stað húsdýra-
áburðar að öðru leyti en moldarmyndun og lifeðlisleg-
um áhrifum.
Nú á dögum er þvi búið til og notað mjög mikið
af þessum áburðarefnum, einkum til þess að auðga jarð-
veginn að steinefnum, sem iðulega er skortur á, t. d.
fósfor, sem korn- og grastegundirnar þurfa sérlega mik-
ið af og kalí, sem einkum rótarávextir eyða mjög úr jarð-
veginum. Ennfremur er með þessum áburði (saltpétr-
inum) bætt úr köfnunarefnisskörti jarðvegarins, og er
dýrast að afla þess, bæði með þessum áburði og öðrum,
en nú þarf ekki að kvíða skorti á því efni, þyí að í
kalksaltpétrinum er það köfnunarefni úr loftinu, sem los-
að er þaðan með rafmagnsáhrifum, bundið síðan í sam-
böndum við kalk og gert nothæft fyrir jarðyrkjuna —
og i loftinu er óþrjótandi uppspretta köfnunarefnis.
Notkun tilbúins áburðar vex hröðum fetum árlega
og nýtísku jarðrækt þykir ómöguleg án hans, hjá öllum
mentuðum þjóðum.