Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 30

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 30
32 ræktað og er þó meðalhiti ársins hér — eft.ir 28 ára mælingum á 17 stöðum--------(-2,5° G. Orsökin er sú, að í Irkutsk er það vetrarkuldinn sein dregur ársmeðaltalið niður en hér er það sumarkuldinn, og það er auðvitað meðalhiti sumarsins, sem mest veltur á, en þó getur lengd daganna og sólskinsmagn (insolation) gengið í stað hitans, og þó aðeins innan þröngra takmarka. Sérstaka þýðingu hefir og það, hve reglubundið tíðarfarið er og þó pinkum hitt, hvort hætt er við frosti á vaxtartíman- um. Úrkoman Sama er um úrkonnma að segja, að mesta þýðingu hefir, hve mikil hún er á vaxtar- tímanum, en ekki eru þó áhrif hennar bundin eins við hann eins og áhrif hitans. Bæði býr jörðin lengur að úrkomunni og svo hefir t. d. vorúrkoman og úrkoman seinni hluta vetrar mikil áhrif á, hvernig áburðurinn notast. Hér á austurlandi spillir það éflaust oft góðum vexti, hve lítil úrkoman er á vorin, eftir að borið er á og fyrst í gróindunum, þegar leysingarvatnið er áður þornað úr jarðveginum í kuldatið. Ekkert land hefir eftir hnattstöðu mildara loftslag en Noregur — vegna Golfstraumsins —, en í veðurblið- ustu héruðunum (Kristjánssandsstifti) er minst ræktað land og lélegastur jarðvegur. Hefði þar verið jarðvegur og landslag eins og t. d. á Sjálandi, mundi það hafa gjörbreytt sögu Noregs. I Miðevrópu er af korntegundum ræktað EÍskera'og>" mes^ ^ve^* °§ rt*KÍ> Þar eru einnig rækt- margföld. aðar sykurrófur og aðrar arðsamar iðnað- ar- og verzlunarplöntur. í Rínarhéruðun- um og Kampaníu (Ghampagne) byrjar vínyrkjan og

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.