Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 34

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 34
stórum svæðum, nema með því að bera kalk eða kalk- leir (mergel) á kalksnauða jörð. Með því að þurka upp tjarnir og votlendi, er álit- ið, að hafa megi nokkur áhrif á loftslagið, og draga úr næturfrostum og áhrifum þeirra (smb. Búnaðarritið XXVII bls 21—39). Þó er það ekki á valdi manna, að hafa veruleg áhrif á loftslagið, en með hagkvæmum ræktunarháttum, vali tegunda og breytingum þeirra við kynbætur og úrval má þó á vissan hátt yfirstíga þær hindranir og örðugleika, sem loftslagið veldur. Reynsl- an staðfestir þetta: Á vel ræstu landi má sá fyr en þar sem jörð er vot, af því hún þiðnar og þornar fyr á vorin. Harðgerðum plöntum má sá fyr eða þær taka fyr til starfa en viðkvæmar plöntur. Með þessu móti má lengja vaxtartímann — vinna sumarauka. Á frjórri, vel hirtri jörð, verða plönturnar þróttmeiri, hraustari og afurðameiri en annarsstaðar, og ekki eins háðar veðráttufari. Ibúar hvers lands geta á löngum tíma haft breyfingar^af ahrif á gróðrarfar landsins einkum mannavöldam. með þvi, að flytja inn útlendar fdöntur og fá þær til. að vaxa þar og þrífast. Allar korntegundir, sem nú eru ræktaðar á Norðurlöndum, eru innfluttar þangað fyrir löngu, sömuleiðis ert- ur, jarðepli og margar garðyrkjuplöutur fyr og síðar, Állar ræktaðar plöntur eru bættar á margan hátt, og til stórmuna, við ræktun og kynbætur, svo að þær uppfylla nú hærri kröfur en áður, og fullnægja betur þörfum yrkjandans. En hitt fylgir líka með, að menn spilla gróðri landsins með því, að flytja inn íllgresi og eyða nytsömum gróðri. Eyðing skóganna hér á landi

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.