Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Side 59

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Side 59
fyrir. En þaS er ekki víst, að lundarfar allra liggi við það starf, sem búnaöarfélögin hafa nú meö höndum. Það hefir verið minst á sjóðseignir búnaðarfélaganna, að nauðsyn bæri til, að eignir þeirra ykjust með ein- hverju móti. Páll Zóphoníasson telur alla sjóðseign bún- aðarfélaganna um 40,000 kr.; verður þá ekki mikið i hlut, ef þessu fé væri skift á milli þeirra búnaðarfélaga, sem nú eru talin að vera til. Ríkasta félagið á líklega um 3,500 kr., hin öll mikið minna. Mér finst að hvert búnaðarfélag megi ekki eiga minni sjóð en um 2000 kr., ef vel á að vera. Hver hefir nú verið drýgsta tekjulind búnaðarfélag- anna til þessa? Jarðabótastyrkurinn. Lengi vel var hann mikið til örvunar, meðan meiru var miðlað fyrir hvert dagsverk. Nú er hann ekki nema kr. 1.44 fyrir lágmarks- vinnu hvers meðlims. Eftir núgildandi verðlagi á vinnu ætti þessi lágmarksverkatala að kosta um kr. 54.00. Að vísu mun að jafnaði vera afkastað meiru en þessu meðal- dagsverki, en munurinn verður ekki afar mikill samt. Auk þess er öllum lýði ljóst, að jarðabótavinna marg- borgar sig styrklaust. Svo af þeirri ástæðu ætti ekki að vera nauðsynlegt að styrkja menn sérstaklega til jarðabóta. Það virðist í rauninni jafn hlægilegt fyrir báða hlut- aðeigendur, búnaðarfélögin og hið opinbera, að veita þennan styrk og að sækjast eftir honum. En verst er þó, að mjög mörg búnaðarfélög skuli byggja tilvera sína á honum. Eg er ekki i neinum vafa um það, að fjöldi bún- aðarfélaga mundi leggjast niður, ef styrknum yrði kipt í burtu, þó ilt sé til þess að vita, að skilningurinn skuli ekki vera meiri en það á þýðingu og störfum búnaðar-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.