Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 11
LANDSBÓKASAFNIÐ 1955—1956
11
Filmur aí
handritum
Hús
og umhveríi
víðtækra rannsókna. Allir bókavinir munu fagna því, að skrá þessi er nú á næstu
grösum.
I fjárlögum síðasta árs veitti Alþingi nokkurt fé til þess að gera
mikrofilmur af handritasafninu. Hefir nú verið hafizt handa á
þessu sviði og verður haldið áfram að gera filmur af helztu hand-
ritum safnsins eftir því sem fé verður fyrir hendi.
Það hefir lengi verið draumur starfsmanna Landsbókasafnsins og
margra annarra, að lögð væri meiri rækt við umhverfi hússins en
raun hefir orðið á. Þegar síðasta Arbók var prentuð, voru vakn-
aðar vonir um, að þessi diaumur mundi rætast innan skamms. í fjárlögum 1956 veitti
Alþingi fé til að girða lóöina, og hjá húsameistara ríkisins lá uppdráttur að snotrum
skrúðgarði umhverfis húsið. En ekki er sopiö kálið þó í ausuna sé komið. í stað þess
að friða og skreyta grasblettinn við húsið, ákvað fyrrverandi ríkisstjórn, að þar skyldi
framvegis verða bifreiðastæði — og þar með var draumurinn búinn. Nú er svo komiö,
að Landsbókasafninu er að verða ofaukið á Arnarhólstúni, þó að Hannes Hafstein með
skörungsskap og framsýni léti því í té á sínurn tíma nægilegt landrými. Honum var það
ljóst, að reisa þyrfti hús til viöbótar með tíð og tíma. En smám saman hefir verið þrengt
að Landsbókasafninu með því að reisa stórhýsi á næstu grösum, og nú þykir brýn nauö-
syn að taka síöustu skákina undir bifreiðar nágrannanna.
A það var drepið í síðustu Arbók, að til athugunar væri að gera neðanjarðargeymslu
við Safnahúsið fyrir dýrmæt handrit og skjöl. Við nánari athugun hefir verið horfið
frá þessari hugmynd, þar sem sýnt þykir, að í náinni framtíð verði eigi hjá því komizt
að reisa bókhlöðu á öðrum stað.
Að forgöngu núverandi menntamálaráðherra var samþykkt á síð-
asta Alþingi tillaga til þingsályktunar þess efnis, að sameina skvldi
Háskólabókasafnið Landsbókasafni svo fljótt sem við yrði komið
og nú þegar tekið upp náið samstarf þessara safna. Þykir rétt að birta hér í heild tillög-
una og greinargerð hennar ásamt fylgiskjali, en þingskjalið er orðrétt á þessa leið:
Framtíð
Landsbókasafns
TILLAGA TIL ÞINGSÁLYKTUNAR
um sameining Landsbókasajns og Háskólabókasafns o. fl.
(Lögð fyrir Alþingi á 76. löggjafarþingi, 1957.)
Alþingi ályktar:
1. að sameina beri Háskólabókasafn Landsbókasafni eins fljótt og unnt er á næstu ár-
um, þannig að Landsbókasafn verði aöalsafn, en í Háskólabókasafni sé sá þáttur
starfseminnar, sem miðast við handbóka- og námsþarfir stúdenta og kennsluundir-
búning og rannsóknir kennara,
2. að fela ríkisstjórninni að gera nauðsynlegar ráðstafanir í þessa átt.
3. að nú þegar verði svo náið samstarf upp tekið milli Landsbókasafns og Háskóla-
bókasafns sem við verður komiö að áliti forráðamanna þeirra, og hliðsjón höfð
af væntanlegri sameining safnanna.