Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 139

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 139
PETER HALLBERG: ISLANDSKLUKKAN I SMIÐUM Um handritin að skáldsögu Halldórs KUjans Laxness Einu sinni sagði ég Halldóri Laxness í bréfi frá þeirri fyrirætlun minni að birta alllanga grein um frumuppkast að skáldsögunni Sjálfstœtt fólk.1 En í svari sínu, dag- settu Fredensborg 12. október 1955, skrifaði skáldið m. a.: „Einsog þú veist birti ég aldrei neitt sem er skrifað í frumuppkasti, slíkt er andstætt öllum guðs og manna lögum, það má ekki skera upp ólétta konu til að skoða í henni fóstur sér til skemtunar." Mér þykir samanburður höfundarins dálítið hæpinn. I þessu sambandi er sem sé ekki um neina eyðileggingu að ræða; „fæðing" listaverksins er löngu búin og hefur tekizt prýðilega. Það er eðlilegt, að skáldið kýs helzt að muna ekki lengur eftir erfiðleikum og tilraunum þeim, sem hafa gengið á undan hinu fullunna verki. En frá sjónarmiði lesenda hans — að ég minnist nú ekki á bókmenntafræðinga — horfir öðruvísi við. Auðvitað verða menn alltaf að skilja og dæma skáldverk út frá þeirri mynd, sem höf- undurinn hefur látið koma fyrir almenningssjónir. En sá, sem langar að skyggnast dýpra inn í sköpun listaverks, má læra margt af baráttu listamannsins við efnið. I fálmi sínu og ófullkomleika geta frumdrættirnir brugðið birtu yfir viðleitni höfundarins og kennt manni að meta betur kosti verksins, eins og hann hefur gengið frá því. Handrita- rannsóknir hafa alltaf verið og munu alltaf vera ein helzta aðferðin til að skýra vinnu- brögð skálda. Rithöfundar kæra sig oftast lítið um drög sín að bók, eftir að hún hefur verið prentuð. En tiltölulega mikið hefur geymzt af handritum að skáldsögum Halldórs Lax- ness. Að vísu er mér ekki kunnugt um neitt uppkast að Vefaranum mikla frá Kasmír2 eða Sölku Völku. Hinsvegar eru til ýmis drög og handrit að Sjálfstœðu fólki og Heims- Ijósi (eins og sagan af Olafi Kárasyni nefnist í 2. útgáfu, 1955), þó skörðótt séu. Af seinni skáldsögum hans — 1slandsklukkunni, AtómstöSinni, Gerplu — hafa að því er virðist svo til öll drög og handrit verið geymd. Allt er þetta nú í vörzlu ýmissa aðila, auk höfundarins. En vonandi verður einhverntíma öllum handritum hans komið fyrir á Landsbókasafni Islands, þar sem þau munu koma vísindunum að beztu notum. 1) Sú grein, Heiðin — jyrsta uppkastið að skáldsögunni Sjáljstœtt jólk, birtist í Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 1955. 2) Það er til brot af handriti — 69 lítil blöð — að Vefaranum mikla hjá Bjarna Guðmundssyni lækni, Selfossi. En það brot er að sögn höfundarins með hendi kunningja hans, Jóns Pálssonar, sem hjálpaði honum um skeið að lireinrita söguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.