Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 168

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 168
168 PETER HALLBERG Þess má geta, að orðaröð nokkurra setninga á 34. bls. ö-handritsins er óviss; breyt- ingar eru margar og erfitt að skera úr um, hvar þær eigi að koma inn. I þessu sam- bandi þykir mér rétt að vitna í nokkrar setningar úr bréfi höfundarins til mín 10. júlí 1957, eftir að hann var búinn að lesa handrit mitt: „A sumum stöðum eru eftir venju minni uppköst að mörgum setníngabrotum, eða innskotssetníngum skrifað hvað fyrir ofan annað, án þess setníngarskipunarlegt samheingi sé á milli, þannig, að ef þessi setníngarbrot eru prentuð hvert á eftir öðru, þá fær textinn aungva meiníngu, — þessi setníngarbrot eru ekki í beinu samhengi. Svona uppköst af hálfum og heilum setníngum verða til hjá mér þegar ég er að hreinrita, og krota ég þau þá niður í eldra handritið. Prenttexti af slíku uppkasti, (þar sem setníngar og setníngarbrot eru skrifuð hvert upp af öðru samheingislaust), getur varla gefið rétta hugmynd um uppkastið, því það er ómögulegt að gera úr þessu skipulegt lesmál. Aðeins ljósmynd af þessum þvældu stöð- um í handritinu getur gefið af því rétta hugmynd.“ Stundum er athugasemd eða einstaka setning utan textans á blaðsíðu. Þeim hefur verið sleppt í prentuninni hér á eftir; í staðinn geri ég nú fyrst grein fyrir því efni og byrja með yl-handritinu. Efst á bls. 26 er „laus“ setning: „Kemur upp að dóttirin og hinar líkþráu hafa falið sig.“ Eins á bls. 30 efst: „Konan stóð á bak við [ ? ?] af ótta við að j. H. mundi berja sig í viðurvist biskupsins“. Á bls. 31, eftir málsgreininni, sem endar á orðunum „og snúum burt héðan“: „Lýsing dótturinnar, menn og konur í gætt- inni.“ En á eftir kaflanum, á bls. 39, er skrifað: „Segir við séra Þorstein replíkkuna í Nót. bls. 7. um leið og þeir ríða úr hlaði Vefur skinninu inn í silkidúkinn og stíngur því inn á brjóst sér. Biskupinn blessar fólkið.“ Tilvísunin hér á við Minnisbók a: orðin um að vilja „heldur á kálfskinni ganga en á kálfskinn gamalt letur lesa“ eru þar tekin upp úr bréfaviðskiptum Árna Magnússonar. (Sbr. bls. 148—49 hér að framan.) Á fyrstu blaðsíðu B-kaflans er dagsetningin „22. sept“, sem á við árið 1942. (Sbr. bls. 143 hér að framan.) Efst á bls. 29 er þessi lýsing á Snæfríði: „grönn og mjúk eins og tág, en þessi svipur óveraldlegrar bernsku og snemmfeingins þroska, sem er aðal tignra eftirlætiskvenna, snemmfeingins þroska og eingrar ytri reynslu“; og á spássí- unni til vinstri: „færra lifað þess vors [ ? ] heims hluta sem draga ský á hinn óverald- lega bláma augans og spilla þeim lit sem verður í grænu túni | fleira ólifað“. Þá máls- grein á bls. 35, sem byrjar „Mælska Jóns Hreggviðssonar“ og endar „seytlaði fram í augnakrókana“, hefur skáldið sett innan hornklofa með þessari athugasemd: „Sleppa að sinni“. Á spássíunni bls. 36: „Gefa hér rétta lýsíngu á holdsveiki samkv. bæklíngi Ehlers urn Holdsveiki á íslandi.“ Loks efst á bls. 46: „það er ekki ófyrirsynju sem vér erum af erlendum þjóðum nefndir gens pene barbara“. Þessum latínuorðum hefur síðan verið sleppt í þessu sambandi. Hinsvegar voru þau lögð Arnæusi á tungu í tólfta kafla miðbindisins (195).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.