Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 151

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 151
ÍSLANDSKLU KKAN í SMÍÐUM 151 drottningar hans (Ann. II, 647 o. áfr.). E. t. v. hefur skáldið að einhverju leyti haft hliðsjón af þeirri frásögn við gestaboðslýsinguna í upphafi Elds, þótt augljós líkingar- atriði séu fá eða engin. Um bréf þau, sem Jón Arason biskup á að hafa „tilskrifað keis- aranum í Þýzkalandi að eignast landið og veita sér styrk því að halda með sömu trúar- brögðum“, er vitnað í Skarðsárannál (Ann. I, 112). En í viðræðu við Arnæus er ham- borgarkaupmaðurinn Úffelen .látinn skírskota til þessara skrifa Jóns Arasonar (Eldur 171—72). Úr Skarðsárannál árið 1545 hefur Halldór skrifað hjá sér setninguna: „Lutheri bók, að páfadómurinn sé stiptaður af djöflinum, útgeingur.“ (Ann. I, 106) Eins og kunnugt er, kemur Luther talsvert við sögu í íslandsklukkunni, og leynir sér ekki, að höfundin- um er heldur kalt til hans. Á „lausu“ handritablöðunum að Eldi eru Luthers Werke nefnd oftar en einu sinni og vitnað í ýmis skammaryrði hans um páfann. Mér þykir ekki ólíklegt, að þessi lestur skáldsins sé skýringin á því, að við skyldum seinna, dálítið óvænt, fá að heyra um Luther í Atómstöðinni; en bæði organistinn og Búi Árland minnast þar á klám hans (23,189). Annálar hafa sjálfsagt gefið skáldinu efni í aldarfarslýsingu íslandsklukkunnar langt fram yfir það, sem verður ljóst af beinum tilvísunum: um afbrot, refsingar og aftökur, stórubólu, jarteikn o. s. frv. Þegar Jón Hreggviðsson var dæmdur í sekt fyrir illmæli um konginn, sagði „í dóms- niðurstöðunni á latínu að dómurinn ,væri ekki svo mjög uppkveðinn eftir fjölda vitn- anna, heldur eftir efnisgnótt þeirri sem í vitnisburðinum felst‘ “ (Klukkan 19). Þessi skringilegi formáli virðist eiga svo vel við mál Jóns Hreggviðssonar, að maður verður næstum hissa á því, að tilvitnunin skyldi ekki vera tekin beint úr réttarskjölunum. En Halldór hefur skrifað hana hjá sér frá útgáfu Sigfúsar Blöndals á Píslaisögu Síra Jóns Magnússonar (1914), bæði á latínu og í þýðingu útgefanda (Minnisbók b 89). Séra Jón notar hina latnesku klausu í rökræðu sinni um vitnisburð í galdramálum. Þessi bók hlýtur að hafa verið skáldinu stórfróðlegt plagg um menningu þeirra tíma. En í örlög- um Jóns Þeófílussonar frá Vestfjörðum lýsir hann sjálfur galdratrúnni með grimmri kímni. „Ná í einhverja fáránlega gamla náttúrufræði, líkl. Jóns lærða. (ísl. aðskiljanlegu náttúrur)“, stendur í Minnisbók a (106). Sú náttúrufræði hefur eflaust verið ætluð hin- um lærða Grindvíkingi, sem hefur mikla ást á „scientia mirabilium rerum“ (Klukkan 199) og er að safna efni í bækur sínar Physica Islandica og De gigantibus Islandiae (203). Fyrirmynd hans í veruleikanum, Jón Olafsson Grunnvíkingur, samdi bæði steina- fræði og fiskafræði, m. a. s. ritgerð um risa og tröllkonur.1 Grunnvíkingurinn hélt samt, að risar hefðu ætíð verið fáir og dreifðir. Ef mergð jötna hefði verið mikil, ætti miklu meira að finnast af stórum beinum í jörðu. Það er því eðlilegt, að nafni hans og eftir- mynd í skáldsögunni er látinn spyrja Jón Hreggviðsson, hvort fundizt hafi „tröllabein í jörð á hans afréttum ellegar á heiðum uppaf Borgarfirði“. Bóndinn neitar því, „enda 1) Um þessar ritgerðir Jóns Grunnvíkings, sbr. áðurnefnt rit eftir Jón Helgason. Minnisbók a vísar til þessa rits bæði um fiskafræði og steinafræði Grtinnvíkingsins. (75)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.