Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 162

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 162
162 PETER HALLBERG draganda. Höfundurinn hefur verið vel búinn undir hlutverk sitt, þegar hann færðisl samningu hennar í fang. Þó að þessi saga sé líklega meiri nýjung í skáldferli hans en nokkur önnur, sér þess engin merki í handritunum. Breytingar eru þar langtum lítilfjör- legri en í handritunum að Sjáljslœðu jólki eða Heimsljósi. Atburðir og persónur taka litlum stakkaskiptum frá einu uppkasti til annars. Satt að segja olli þessi uppgötvun mér dálitlum vonbrigðum, þar sem ég hafði gert mér í hugarlund, að einmitt handritin að íslandsklukkunni myndu bera ljósan vott um stórkostlega glímu skáldsins við erfitt viðfangsefni. En sú barátta var sem sagt að mestu leyti liðin hjá, þegar samning verks- ins hófst. Auðvitað eru þessi handrit stórfróðleg fyrir því. Það sem af þeim má læra um vinnubrögð skáldsagnahöfundar væri í sjálfu sér efni í langa ritgerð. Hér verð ég að láta mér nægja að drepa á fáein aðalatriði. . Það er athyglisvert, hvað persónurnar eru yfirleitt miklu hversdagslegri í frumupp- kasti en í síðari gerðum sögunnar. í Tólfta kapítula af Eldi A eru þeir Jón Hreggviðs- son og Jón Marteinsson að tala saman: Eg segi fyrir mig, sagð'i Jón Hreggviðsson, ekkert skil ég í honum Árna, að geta haldið áfram ár eftir ár að binda trúss við þetta bölvað flagð í stað þess að láta hana renna og hoppa það fljótasta og taka saman við sína ástmey, sem er og verður hans ástmey þó heimurinn farist Snæfríði Islandssól, sem nú er komin hér til staðarins, og fá sér höll einsog sá greifi sem hann er og bjóða henni að lifa þar með sér einsog sú drottníng sem hún er, svo þau séu bæði velbyrðug herra og frú fyrir öllum í rík- inu í staðinn fyrir að vera nú hversmanns hórkarl og skækja eftir dómi. Fyrir hvað á hann að kaupa höllina? Eg veit ekki betur en það sé flagÖið, sem lagði tii bæði gull- tunnuna og garðinn. O ekki þyrfti hann nú að segja nema háift orð við mig, sagði Jón Hreggviðsson. í dag kom hún til mín þar sem ég stóð með öxina, og vildi fá mig til að bakbíta Snæfríði tslandssól. (206) Framan við þetta samtal er athugasemd höfundarins: „NB Svona kjaftafjas er ekki í réttum stíl hér!“ Lesandinn er honum sammála. En það er ekki aðeins, að Jón er látinn kjafta eins og kotbóndi í Sjáljstœðu fólki. Hann býzt einnig til að ráða konu Arnæusar af dögum með öxi. (Þetta verður enn Ijósara í annarri setningu, útstrikaðri.) Það er sök sér að drepa ölvaður böðul, sem er búinn að flá af manni húðina, eða að reyna að bjarga sér undan öxinni með því að bjóðast til að gera út af við kerlingu varðmanns síns. En að gerast launmorðingi ótilneyddur fer ekki Jóni vel. Það samrýmist varla þeirri mynd af manninum, sem tvö fyrstu bindin hafa gefið. Dæmið sýnir, að góð mann- lýsing er ekki nokkurs konar vinningur höfundarins í eitt skipti fyrir öll. Hann verður að vinna hana alltaf á ný. í samtali Jóns við húsfrú Arnæusar er, eins og menn muna, ljóðræn lýsing á Snæfríði lögð í munn h?ins; sú lýsing, og um leið kaflinn, endar þannig: „Og þó var hún best klædd þegar búið var að færa hana í grodda og stórgubb af húsgángsstelpum og hór- konurn, og horfði á Jón Hreggviðsson þeim augum sem munu ríkja yfir Islandi þann dag sem afgángurinn af veröldinni er fallinn á sínum illverkum.11 (146) Þessi setning hljóðar næstum alveg eins strax í frumuppkasti, en bætt er við: „Og það var það, kelli ‘ mín.“ Svo fylgir ný málsgrein: „Að svo mæltu tók Jón Hreggviðsson öxina, sneri sér burt frá húsmóður sinni og hélt áfram að kljúfa í eldinn; togaðist ekki uppúr honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.