Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 153

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 153
í S LAN DSKLUKKAN í SMÍÐUM 153 þjófa; en þar er hún nefnd „nokkrar velvaldar mansaungsstökur úr Pontusrímum eldri“ (Klukkan 237). Þess má geta, að skáldiö liefur í drögunum að Klukkunni vísað til Finns Sigmunds- sonar landsbókavarðar sem rímnasérfræðings: „Spyrja Finn um hótunarkend vers í rímnaskáldskap“ (Minnisbók a 113); sama athugasemd í C (206). En hann hafði ára- tugi áður, meðan hann var að semja söguna um Bjart í Sumarhúsum, beðið Finn um að útvega sér rímnaflokka.1 Að öðrum þjóðlegum kveðskap hefur Halldór stundum innt móður sína: „Spyrja mömmu um þulu ,Eyva tónara‘: Músin hljóp á altarið og beit í kertið.“ (Minnisbók b 23) En sú þula er með þeim skringilega skáldskap, sem „tón- ari“ einn hefur yfir í fimmta kafla Klukkunnar (74—75). Það er víða vitnað í íslenzkar fornbókmenntir í minnisbókunum, og kennir þar margra grasa. Mörgum mun koma dálítið undarlega fyrir sjónir, að fátæklingar Kaup- mannahafnar skyldu nefndir „jarðlýsnar synir Gríms kögurs“ (Klukkan 228). En þetta orðatiltæki Jóns Marteinssonar er sótt til Landnámu; skáldið hefur skrifað það hjá sér í Minmsbók b (74). Nokkur nöfn fornkonunga í sömu minnisbókinni — „Ól. Geir- staðaálfur, sonur Guðr. veiðikongs, faðir Rögnvaldar heiðumhæra“ (21) -— sýna, að Heimskringla hefur verið Halldóri í hug um þetta leyti. Oftar eiga þó slíkar tilvitnanir við fornaldarsögur; má þar nefna ýmis orð og orðatiltæki úr Gríms sögu loðin- kinna og Hjálmtýs sögu og Ölvis (Minnisbók b 32—33), og tilvísun í Göngu-Hrólfs sögu (121). Hugmyndir Jóns Hreggviðssonar um forföður sinn Gunnar á Hlíðarenda eru einnig frekar með ýkju- og æfintýrasniði fornaldarsagna eða rímna en með raun- sæisblæ íslendingasagna. Jón Marteinsson nefnir aldrei Egil Skallagrímsson, Gretti Ásmundarson eða Þorgeir Hávarsson, en minnist hinsvegar á „jafnfrægar hetjur og Hálfdán Brönufóstra, Illuga Gríðarfóstra ogsjálfan Örvarodd“ (Klukkan 207). Yfirleitt hafa fornsögurnar verið Halldóri ríkt í huga, meðan hann var að semja 1 slandsklukkuna. En hann var um þær mundir nýbúinn að gefa út Laxdælu (1941) og Hrafnkötlu (1942); Brennunjálssaga birtist 1945. Á einum stað í Minnisbók a getur hann útgáfu Rafns á fornaldarsögunum þannig: „Fornaldarsögurnar útgefnar eftir gömlum hdritum af Rafni 1829, og gerð grein fyrir handritum í fonnála, án þess nokkurs staðar sé getið um, að þetta séu íslenskar bækur.“ Og hann lætur fylgja þessa athugasemd: „Svindillinn í því að kalla þessar bækur frá 13. og 14. öld ,fornaldar- sögur‘, og kenna þær við Norðurlönd og kalla þær norrænar eða fornnorrænar, eða jafnvel gautskar, þar sem vitað er að þær eru íslenskar.“ (120) Þessi orð enduróma í kvörtun Jóns Grindvíkings undan þeim svensku, sem „segjast vera þeir gauskir og vestgauskir sem íslenskar bækur tilheyri“. „Skal nú einnin sú bók Skálda komast í þeirra eign og heita vestgausk kvæði?“ (Eldur 38) spyr hann, þegar Jón Marteinsson er búinn að stela þessum dýrgrip úr bókasafni Arnæusar. „Jafnt muntu heita þjófur að Skáldu þó þeir í Lundi kalli hana fornkvæði vestgauskra“ (48), segir hann við nafna sinn. 1) Sbr. Peter Hallberg, Skaldens hus. Laxness’ diktning frán Salka Valka till Gerpla (1956), bls. 263.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.