Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Síða 153
í S LAN DSKLUKKAN í SMÍÐUM
153
þjófa; en þar er hún nefnd „nokkrar velvaldar mansaungsstökur úr Pontusrímum eldri“
(Klukkan 237).
Þess má geta, að skáldiö liefur í drögunum að Klukkunni vísað til Finns Sigmunds-
sonar landsbókavarðar sem rímnasérfræðings: „Spyrja Finn um hótunarkend vers í
rímnaskáldskap“ (Minnisbók a 113); sama athugasemd í C (206). En hann hafði ára-
tugi áður, meðan hann var að semja söguna um Bjart í Sumarhúsum, beðið Finn um
að útvega sér rímnaflokka.1 Að öðrum þjóðlegum kveðskap hefur Halldór stundum
innt móður sína: „Spyrja mömmu um þulu ,Eyva tónara‘: Músin hljóp á altarið og beit
í kertið.“ (Minnisbók b 23) En sú þula er með þeim skringilega skáldskap, sem „tón-
ari“ einn hefur yfir í fimmta kafla Klukkunnar (74—75).
Það er víða vitnað í íslenzkar fornbókmenntir í minnisbókunum, og kennir þar
margra grasa. Mörgum mun koma dálítið undarlega fyrir sjónir, að fátæklingar Kaup-
mannahafnar skyldu nefndir „jarðlýsnar synir Gríms kögurs“ (Klukkan 228). En þetta
orðatiltæki Jóns Marteinssonar er sótt til Landnámu; skáldið hefur skrifað það hjá sér
í Minmsbók b (74). Nokkur nöfn fornkonunga í sömu minnisbókinni — „Ól. Geir-
staðaálfur, sonur Guðr. veiðikongs, faðir Rögnvaldar heiðumhæra“ (21) -— sýna, að
Heimskringla hefur verið Halldóri í hug um þetta leyti. Oftar eiga þó slíkar tilvitnanir
við fornaldarsögur; má þar nefna ýmis orð og orðatiltæki úr Gríms sögu loðin-
kinna og Hjálmtýs sögu og Ölvis (Minnisbók b 32—33), og tilvísun í Göngu-Hrólfs
sögu (121). Hugmyndir Jóns Hreggviðssonar um forföður sinn Gunnar á Hlíðarenda
eru einnig frekar með ýkju- og æfintýrasniði fornaldarsagna eða rímna en með raun-
sæisblæ íslendingasagna. Jón Marteinsson nefnir aldrei Egil Skallagrímsson, Gretti
Ásmundarson eða Þorgeir Hávarsson, en minnist hinsvegar á „jafnfrægar hetjur og
Hálfdán Brönufóstra, Illuga Gríðarfóstra ogsjálfan Örvarodd“ (Klukkan 207).
Yfirleitt hafa fornsögurnar verið Halldóri ríkt í huga, meðan hann var að semja
1 slandsklukkuna. En hann var um þær mundir nýbúinn að gefa út Laxdælu (1941) og
Hrafnkötlu (1942); Brennunjálssaga birtist 1945. Á einum stað í Minnisbók a getur
hann útgáfu Rafns á fornaldarsögunum þannig: „Fornaldarsögurnar útgefnar eftir
gömlum hdritum af Rafni 1829, og gerð grein fyrir handritum í fonnála, án þess
nokkurs staðar sé getið um, að þetta séu íslenskar bækur.“ Og hann lætur fylgja þessa
athugasemd: „Svindillinn í því að kalla þessar bækur frá 13. og 14. öld ,fornaldar-
sögur‘, og kenna þær við Norðurlönd og kalla þær norrænar eða fornnorrænar, eða
jafnvel gautskar, þar sem vitað er að þær eru íslenskar.“ (120) Þessi orð enduróma í
kvörtun Jóns Grindvíkings undan þeim svensku, sem „segjast vera þeir gauskir og
vestgauskir sem íslenskar bækur tilheyri“. „Skal nú einnin sú bók Skálda komast í
þeirra eign og heita vestgausk kvæði?“ (Eldur 38) spyr hann, þegar Jón Marteinsson
er búinn að stela þessum dýrgrip úr bókasafni Arnæusar. „Jafnt muntu heita þjófur að
Skáldu þó þeir í Lundi kalli hana fornkvæði vestgauskra“ (48), segir hann við nafna
sinn.
1) Sbr. Peter Hallberg, Skaldens hus. Laxness’ diktning frán Salka Valka till Gerpla (1956), bls.
263.