Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 139
PETER HALLBERG:
ÍSLANDSKLUKKAN í SMÍÐUM
Um handritin að skáldsögu Halldórs Kiljans Laxness
Einu sinni sagSi ég Halldóri Laxness í bréfi frá þeirri fyrirætlun minni að birta
alllanga grein um frumuppkast aS skáldsögunni Sjálfstœtt jólk.1 En í svari sínu, dag-
settu Fredensborg 12. október 1955, skrifaSi skáldiS m. a.: „Einsog þú veist birti ég
aldrei neitt sem er skrifaS í frumuppkasti, slíkt er andstætt öllum guSs og manna lögum,
þaS má ekki skera upp ólétta konu til aS skoSa í henni fóstur sér til skemtunar.“
Mér þykir samanburSur höfundarins dálítiS hæpinn. í þessu sambandi er sem sé ekki
um neina eySileggingu aS ræSa; „fæSing“ listaverksins er löngu búin og hefur tekizt
prýSilega. ÞaS er eSlilegt, aS skáldiS kýs helzt aS muna ekki lengur eftir erfiSleikum
og tilraunum þeim, sem hafa gengiS á undan hinu fullunna verki. En frá sjónarmiSi
lesenda hans — aS ég minnist nú ekki á hókmenntafræSinga — horfir öSruvísi viS.
AuSvitaS verSa menn alltaf aS skilja og dæma skáldverk út frá þeirri mynd, sem höf-
undurinn hefur látiS koma fyrir almenningssjónir. En sá, sem langar aS skyggnast
dýpra inn í sköpun listaverks, má læra nrargt af baráttu listamannsins viS efniS. I fálmi
sínu og ófullkomleika geta frumdrættirnir brugSiS birtu yfir viSleitni höfundarins og
kennt rnanni aS meta betur kosti verksins, eins og hann hefur gengiS frá því. Handrita-
rannsóknir hafa alltaf veriS og munu alltaf vera ein helzta aSferSin til aS skýra vinnu-
brögS skálda.
Rithöfundar kæra sig oftast lítiS um drög sín aS bók, eftir aS hún hefur veriS
prentuS. En tiltölulega mikiS hefur geyrnzt af handritum aS skáldsögum Halldórs Lax-
ness. AS vísu er mér ekki kunnugt um neitt uppkast aS Vejaranum mikla frá Kasmír2
eSa Sölku Völku. Hinsvegar eru til ýmis drög og handrit aS Sjálfstœðu fólki og Heirns-
Ijósi (eins og sagan af Olafi Kárasyni nefnist í 2. útgáfu, 1955), þó skörSótt séu. Af
seinni skáldsögum hans — 1 slandsklukkunni, Atómstöðinni, Gerplu — hafa að því er
virSist svo til öll drög og handrit veriS geymd. Allt er þetta nú í vörzlu ýmissa aSila,
auk höfundarins. En vonandi verSur einhverntíma öllum handritum hans komiS fyrir
á Landsbókasafni Islands, þar sem þau munu koma vísindunum aS beztu notum.
1) Sú grein, Heiðin — jyrsta uppkastið að skáldsögunni Sjálfstœtt jólk, birtist í Tímariti Máls og
menningar, 3. hefti 1955.
2) Það er til brot af handriti — 69 lítil blöð — að Vefaranum mikla hjá Bjarna Guömundssyni
lækni, Selfossi. En það brot er að sögn höfundarins með hendi kunningja hans, Jóns Pálssonar,
sem hjálpaði honum um skeið að lireinrita söguna.