Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 12
12
LANDSBÓKASAFNIÐ 1955—1956
Greinurgerð
Nefnd sú, er skipuð var á síðastliðnu hausti til að athuga, hvort hagkvæmt mundi
að sameina Háskólabókasafn og Landsbókasafn að einhverju eða öllu leyti, skilaði áliti
því, sem hér er prentað sem fylgiskjal, og vísast til þess um rökstuðning fyrir tillögunni.
FYLGISKJAL
Alit bókasajnsnefndar
Með bréfi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, dags. 11. sept. s.L, var skipuð
nefnd 5 manna til þess að athuga, „hvort fjárhagslega og skipulagslega muni eigi hag-
kvæmt að sameina Háskólabókasafn og Landsbókasafn að einhverju eða öllu leyti,
þannig að Háskólabókasafnið yrði framvegis handbókasafn fyrir Háskólann, en Lands-
bókasafn tæki við öðrum hlutverkum þess.“ í nefndinni áttu sæti próf. Þorkell Jóhann-
esson, formaður, ráðuneytisstjóri Birgir Thorlacius, háskólabókavörður Björn Sigfús-
son, cand. mag. Bjarni Vilhjálmsson og landsbókavörður Finnur Sigmundsson.
Nefndin hélt alls 8 fundi. Þegar á fyrsta fundi nefndarinnar lýsti formaður nefndar-
innar, Þorkell Jóhannesson, þeirri skoðun sinni, að hann teldi skipulagslega óheppilegt
og fjárhagslega óhagstætt, að hér væri haldið uppi tveimur vísindalegum bókasöfnum,
er hefðu, svo sem verið hefur til þessa, litla sem enga samvinnu sín á milli. Að vísu yrði
ekki hjá því komizt að hafa í Háskólanum allmikinn bókakost, sem miðaður væri við
handbóka- og námsþarfir stúdenta og kennsluundirbúning og rannsóknir kennara. Og
sú hókaþörf mundi fara vaxandi, ef unnt reyndist með tímanum að koma upp sérstök-
um vinnuherbergjum og vinnuæfingum fyrir deildir IJáskólans, en það nauðsynjamál
hefur til þessa strandað á húsnæðisskorti. Hins vegar væri ekki unnt að leysa bókaþörf
Háskólans í heild sinni með sameiningu við Landsbókasafnið á viðunandi hátt og til
frambúðar með öðru móti en því að reisa nýtt safnhús fyrir Landsbókasafnið í næsta
nágrenni við háskólabygginguna. Að þessu bæri því að stefna og flýta þessu máli sem
allra mest. Höfuðtillögur nefndarinnar hlyíu því að heinast að þessu atriði. En með til-
lili til þess, að undirbúningur og framkvæmd slíks stórvirkis hlyti að taka nokkurn
tíma, væri sjálfsagt að athuga sér í lagi, hvað rétt væri að gera og unnt að framkvæma
til hagsbóta fyrir bæði söfnin, meðan þau eru aðskilin, svo sem nú er, þannig að betur
nýttust en áður starfskraftar safnvarða og fjárframlög til bókaöflunar. Féllust nefndar-
menn á þetta höfuðsjónarmið.
Upp frá þessu beindust umræður á fundum nefndarinnar og athuganir nefndarmanna
milli funda í fyrsta lagi að því, hvort takast mætti að finna hentugan stað fyrir nýtt
safnhús í nágrenni háskólans, eigi fjær honum en svo, að auðvelt mætti teljast að sækja
þangað frá sjálfri háskólabyggingunni fyrir nemendur og kennara. Hér studdist nefnd-
in að nokkru leyti við alhuganir nefndar, sem skipuð var af fyrrv. menntamálaráð-
herra, Bjarna Benediktssyni, til þess að athuga, hversu komið yrði fyrir tryggilegri
bóka- og handritageymslu fyrir dýrmætustu bækur og handrit Landsbókasafnsins, sam-
kvæmt ályktun Alþingis, en niðurstaða nefndarinnar var sú, að slíkt yrði svo kostnaðar-
samt, ef þetta ætti að gera í sambandi við Safnahúsið á Arnarhóli, að heppilegra mundi