Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 13
LANDSBÓKASAFNIÐ 1955—1956
13
að gera þetta í sambandi við nýja safnhúsbyggingu, enda komst nefndin að þeirri niður-
stöðu, að nauðsyn bæri til að reisa nýtt safnhús, á öðrum stað, vegna þess 1. Að gamla
húsið væri þegar fyrir löngu of lítið. 2. AS ekki væri unnt að stækka það, eins og nú
væri komið. 3. Að gamla húsið gæti ekki talizt lengur tryggilegur geymslustaður fyrir
þau miklu verðmæti, sem þar eru geymd, ef eitthvað kæmi fyrir. — Þessi nefnd kynnti
sér nokkuð möguleika fyrir nýjum stað fyrir safnhús og taldi mögulegt að reisa það
á Melum, vestan Suðurgötu, gegnt lóð Háskólans. Taldi hún, að það hús ætti einnig að
rúma Þjóðskjalasafn, eins og sjálfsagt er og nauðsynlegt. — Af lauslegum viðræðum
við skipulagsstjóra bæjarins, skilst bókasafnsnefndinni nú, að möguleikar væru á slíku,
og er nauðsynlegt, að þeir séu kannaðir sem fyrst og til fullrar hlítar af yfirstjórn þess-
ara mála. En reynist þetta hægt, þá má kalla, að grundvöllur sé fenginn fyrir umræðum
um framkvæmd á nánara samstarfi og sameiningu safnanna.
Þá þykir rétt að ræða nokkuð um söfnin hvort um sig, hlutverk þeirra og fjárhags-
ástæður, áður en hægt er að snúa sér að því að athuga, að hverju og hve miklu leyti
nánari samvinna og sameining þeirra sé fjárhagslega og skipulagslega hagkvæm.
Á fyrstu árum Háskólans var nokkurt fé veitt úr ríkissjóði til bókakaupa vegna að-
kallandi þarfa einstakra deilda, en allt var það í smáum stíl, enda ekkert verulegt hús-
næði fyrir bókasafn í alþingishúsinu, þar sem Háskólinn starfaði þangað til 1940. Þó
áttu einstakar háskóladeildir nokkurn bókakost. 1910 veitti ríkið gömlu embættismanna-
skólunum, Presta-, Lækna- og Lagaskólunum, samtals 1500 kr. til bókakaupa. Við stofn-
un Háskólans var þessi fjárveiting hækkuð í 1800 kr. og stóð svo til ársins 1914. A því
ári hækkaði fjárveitingin í 8 þús. kr. En árið eftir var hún 2500 kr. Síðan fékk Háskól-
inn 3 þús. kr. á ári til bókakaupa til 1920. Þá fékk Háskólinn Sáttmálasjóðinn í sínar
hendur, og hefur sá sjóður síðan staðið undir bókaöflun Háskólans. Eini beini stuðn-
ingur ríkisins við Háskólabókasafnið síðan 1920 er sá, að það hefur síðan 1940 greitt
laun háskólabókavarðar. Kostnaður Háskólans af bókasafninu mun á síðustu árum hafa
numið um 70 þús. kr., eða um 13 þús. kr. meira en vaxtatekjur Sáttmálasjóðs, eins og
þær leggja sig, en þeim var í upphafi ætlað að hrökkva einnig fyrir utanfararstyrkjum
kandídata, námsferðum prófessora o. s. frv. Er nú svo komið vegna rýrnandi verðgildis
peninganna, að ekki verður lengur hjá því komizt að leita til ríkisins á ný um framlög
til Háskólabókasafnsins, sem er orðið allt of stór liður i fjárhagsáætlun sjóðsins, þótt
hann sé raunar mikils til of lágur miðað við þarfir Háskólans. Skal þetta síðasta atriði
rakið nokkru betur.
Auknar þarfir Háskólans á bókakosti stafa í fyrsta lagi af því, að hann hefur um
langan tíma orðið að búa við allt of kröpp kjör um öflun bóka vegna fjárskorts og því
hlotið að dragast aftur úr í flestum greinum. I öðru lagi má nefna það, að síðan 1920,
er Sáttmálasjóður tók að sér að standa undir bókaöflun skólans, hafa þarfirnar aukizt
stórkostlega, einkum á síðustu 10—15 árum. Veldur þessu stórhækkað bókaverð og
bókbandskostnaður, fjölgun háskóladeilda og stóraukin tala kennara og nemenda. Síð-
an 1920 hefur stúdentatalan nífaldazt. Árið 1920 voru 14 prófessorar og dósentar í
Háskólanum. Nú eru þeir 27. Á sama tíma hefur tala aukakennara sjöfaldazt, úr 6 árið