Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Síða 14

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Síða 14
14 LANDSBÓKASAFNIÐ 1955—1956 1920 í rúnilega 40, svo sem verið hefur nokkur undanfarin ár. — Hér má enn nefna orðabók yfir íslenzkt mál, sem unnið er að í Háskólanum. Sömuleiðis útgáfu íslenzkra handrita, sem Háskólinn annast fyrir ríkið, en þetta hvort tveggja krefur allmikils bóka- kosts. Sá tími er því kominn, að Háskóli Islands verður að óbreyttum aðstæðum að leita verulegs stuðnings frá ríkinu til þess að efla safnið. Helztu orsakirnar, svo sem fjölgun háskóladeilda, starfsmanna og námsmanna, varðar hér miklu. Hér má enn telja vaxandi hlutverk Háskólans í þróun mennta.og menningar innanlands og varðandi sóma og hagsmuni ríkisins úl á við. Þá her að gæta þess, að nú fer í hönd öld kjarnfræða og geislatækni, sem veldur djúptækum áhrifum í æ fleiri vísindagreinum. Hér ber Háskól- anum brýn skylda til að vera vel á verði um að fylgjast jafnótt með öllu, sem hin nýja stökkbreyting náttúruvísinda getur fært þeim þjóðum, sem vilja og geta notfært sér slíkt. í nokkrum fræðigreinum hverrar háskóladeildar leiða kjarnfræðin eða öllu held- ur hjálpargreinar þeirra í geislafræðum, rafeindanotkun og sjálfvirkni, efnagreiningu o. s. frv. til nýrra grundvallarrannsókna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þetta með öðru gerir nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að halda mörg og dýra tímarit. En nú er svo komið um Háskólabókasafn, að kalla má, að allt starfsfé þess sé þegar bundið frá ári til árs í áskriftum tímarita og uppsláttarrita og öðrum óhreyfanlegum kostnaðar- liðum. Samt er tímaritahald safnsins innan við 100 tímarit. En við háskóla, sem hlið- stæðir eru að kennara- og nemendafjölda, t. d. í Björgvin og Gautaborg, er sú tala 6— 10 sinnum hærri, og þykir engum þar of mikil. Langt mál mætti rita um ástand Háskólabókasafns, en hér skal því einu við bætt, að þótt þar séu orðin 77 þúsund bindi auk smáprents og með hverju ári þurfi þar í fleiri horn að líta, er þar aðeins einn bókavörður, en hefur haft lítils háttar aðstoð, kostaða úr Sáttmálasjóði. Nú verður ekki lengur komizt hjá að fá fastan aðstoðarbókavörð. Þess þarf varla að geta, að húsrými safnsins verður brátt ónógt. Knýr sú orsök þá til sameiningar eigi síður en aðrar orsakir. Um Landsbókasafnið gegnir að mörgu leyti sama máli og um Háskólabókasafnið. Fjárframlög til Landsbókasafnsins eru allt of lítil til þess, að það geti gegnt öðru aðal- hlutverki sínu, því að vera höfuðvísindasafn landsins. Eins og er berst það í bökkum með að gegna þeirri skyldu að vera þjóðbókasafn, þ. e. að eignazt og varðveita allt, sem varðar Island og íslenzkar bókmenntir. Húsnæði þess er fyrir löngu svo til þurrðar gengið, að horfir til fulls öngþveitis fyrir daglega starfsemi þess, hvað þá að það geti af höndum leyst bráðnauðsynleg verk, er varða bókasafnsmál landsins í heild sinni. Þannig hefur vegna þrengsla í báðum söfnum reynzt ókleift að starfrækja skráningar- miðstöð fyrir hækur í vörzlu ríkisstofnana, sem þó er mælt fyrir um í lögum og reglu- gerð og má kalla höfuðnauðsyn til þess að að fullum notum getið komið það fé, sem árlega er varið af ýmsum aðilum, á kostnað ríkisins, til bókaöflunar í ýmsum greinum utan höfuðbókasafnanna. Úr þessum vanhögum verður ekki bætt nema með nýju safn- húsi svo sem um var rætt í upphafi þessa máls. Nefndin telur, að eigi sé unnt að sameina söfnin eins og nú hagar til Um húsnæði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.