Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Síða 16
16
LANDSBÓKASAFNIÐ 1 95 5 — 1 956
sýnt þykir, að ekki verði bætt úr húsaþörf þess á Arnarhólstúni, er ekki annar kostur
fyrir hendi en að nema nýtt land. Virðist í alla staði rökrétl og hagkvæmt, að tvö stærstu
bókasöfn landsins, sem bæði stefna að svipuðu marki, vinni saman að þeim verkefnum,
sem fram undan eru. Þegar þetta nýj a menntabúr rís af grunni verður að taka sérstakt
tillit til þess verkefnis, sem of lengi hefir verið vanrækt. Enn í dag eru handrit okkar og
skjalagögn, bæði hérlendis og erlendis, svo lauslega könnuð, að enginn hefir treyst sér
að semja íslenzka bókmenntasögu nema í litlum ágripum. Við hörmum, að enn skuli
talsverður hluti handrita okkar og skjalagagna vera í öðru landi og við krefjumst þess
að fá þennan bókmenntaarf okkar heim. Vissulega munum við fá handritin heim fyrr
eða síðar, ef við stöndum saman og hvikum ekki frá settu marki. En við megum ekki
láta okkur nægja að hafa handritin sem sýningargripi til að auglýsa okkar fornu frægð.
Við verðum að hefjast handa um könnun þeirra og útgáfu, svo að öllum megi ljóst
verða, að þau séu komin í réttar hendur. Engum stendur það nær en háskólanum og
þjóðbókasafninu að hafa forystu slíkrar starfseini. í menntabúrinu nýja verður að
ætla þessari starfsemi nægilegt rúm og nægilegt fjármagn. Nú þegar ætti að hefjast
handa og veita fé til þess að þjálfa unga fræðimenn til þeirra starfa, sem okkur hlýtur
að vera ljúft og er skylt að inna af hendi á þessu sviði. Við verðum að sýna það í verki,
sem öllum ætti raunar að vera ljóst, að hér og hvergi annarsstaðar hlýtur miðstöð
norrænna fræða að verða í framtíðinni.
^ Vegna mikils útgáfukostnaðar hefir enn verið horfið að því ráði
að gefa Árbókina út í einu lagi fyrir tvö ár. Eins og að undan-
förnu eru ritskrárnar fyrirferðarmiklar og rúm því mjög takmarkað fyrir annað efni.
Það þótti hæfa, að Árbókin minntist að nokkru þess rithöfundar, sem fyrstur ís-
lenzkra manna hefir hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels og mun nú eiga stærstan lesenda-
hóp allra Islendinga. Dr. Peter Hallberg, sem ritað hefir meira og ýtarlegar um Halldór
Laxness og bækur bans en nokkur annar, varð góðfúslega við þeim tilmælum Árbókar-
innar að rita fyrir hana grein þá um íslandsklukkuna, sem hér birtist. Auk þess fróð-
leiks, sem greinin flytur um vinnubrögð skáldsins, er hún skemmtilegur vitnisburður
um íslenzkukunnáttu höfundarins, því að greinin er frumrituð á íslenzku. — Ritaskrá
Laxness hefir Ásgeir Hjartarson bókavörður tekið saman.
Bókmenntasöguprófessor háskólans, dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, hefir sýnt Ár-
bókinni þá vinsemd að kynna dr. Hallberg með nokkrum orðum. Á eflir fer sá hluti af
ritaskrá dr. Hallbergs, sem varðar Laxness og bækur hans.
Ungur, íslenzkur bókfræðingur, Benedikt S. Benedikz, sonarsonur bókasafnarans
Benedikts S. Þórarinssonar, skrifar stutta grein um ensk háskólabókasöfn og íslenzk
fræði. En áhugi enskra háskólakennara fyrir íslenzkum bókmenntum, fornum og nýj-
um, virðist í vexti, og eru þar nú þegar nokkrir menn að starfi, sem mikils má af vænta.
1. október 1957
FINNUR SIGMUNDSSON