Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Qupperneq 143
í S LAN DSKLUKKAN í SMÍÐUM
143
Eldi. En annars var auðvitað allt það efni honum áður kunnugt frá frumheimildum
þeim, sem hann hefur leitað til.
Þá er komið að heildarhandritunum af Klukkunni. Fyrsta uppkastið (A) er 232 blað-
síður; tölusetninguna 79 vantar, en hinsvegar hafa tvær blaðsíður verið tölusettar 185.
Tvennskonar pappír er í handritinu. Fyrstu 128 blaðsíðurnar eru skrifaðar á óstrikuð
blöð í venjulegu „kvarto“-broti; skriftin aðeins öðrumegin á blaðinu. Blaðsíðurnar
129—232 eru á lausum stílabókarblöðum í brotinu 190x241 mm, með 23 línum; skrifað
báðumegin á blaðið.
Dagsetningar eru á bls. 1: „17. apríl 1942“, og á síðustu blaSsíðunni, 232: „Faugar-
vatni 7. sept. 1942.“ Ennfremur á bls. 129, þar sem nýi pappírinn tekur við og Þrettándi
kapítuli hefst: „Akureyri 12. júní“. Þetta kemur ágætlega heim við hina fyrrnefndu
dagsetningu í Minnisbók a: „Akureyri 11. júní geflogen.“ (43)
Næsta handrit (B) að fyrsta bindinu er einnig í ,,kvarto“-broti — eins og öll þau
heildarhandrit, sem verður lýst hér á eftir — og tölusett bls. 1—262. En blaðsíðurnar
eru í raun og veru fleiri. í fyrsta lagi hefur Sjöunda kapítula verið skotið inn milli bls.
101 og 102; hann var frá upphafi tölusettur sér, 1—11, en síðan lOla—lOlk, til þess
að fella hann inn í heildartölusetninguna. í stað blaðsíðnanna 106, 109,110 og 123 eru:
106a, b, c, 109a, b, llOa, b og 123a, b, c. Tvö blöð hafa verið tölusett 29. í innskots-
kaflanum hafa bls. 1—4 fyrst verið skrifaðar einu sinni, og svo byrjað að semja kaflann
á ný. Eins er um bls. 102—106, upphafið að næsta kafla. Þessu handriti fylgja einnig
fáein sundurlaus blöð með efni úr sögunni. I Klukkunni B er aðeins skrifað öðrumegin
á blaðið, eins og í öllum þeim heildarhandritum, sem ég á eftir að segja frá .
Dagsetning er á bls. 1: „Hveradölum, Skíðask. 16. sept. 1942“. Höfundurinn hefur
þannig byrjað á þessu handriti rúmri viku eftir að hann hafði lokið við A. Aðrar dag-
setningar eru bls. 26, neðarlega: „18. sept.“, og bls. 27, efst til hægri: „22. sept.“; hér
hefur þá orðið nokkurra daga hlé milli annars og þriðja kaflans. Á bls. 151, í lok tólfta
kaflans, eftir setningu, sem endar á orðunum „eða gera þau upptæk grunuð um laun-
verslun“: „Sk.skál. 6. nóv.“, og svo, á undan næstu setningu, „Að lokum innbyrtu þeir
þennan svarta Íslendíng“: „Sk.sk. 18. nóv.“; hér hefur aftur orðið hlé. A bls. 243, fyrir
framan næstsíðasta kaflann, þann nítjánda: „Sk.-sk. 27. jan.“ Og loks, á síðustu hlað-
síðunni, 262: „Byrjað 14. sept. 42 lokið 29. jan (Hveradölum) — (a. m. k. sex vikur
fallið úr)“. Það greinir þannig lítilsháttar á milli þessarar dagsetningar og þeirrar á
bls. 1.
Þriðja handritið (C) að Klukkunni er vélritað og tölusett bls. 1—140. Þó vantar
hér fjöldamörg blöð; af öllu handritinu eru ekki nema 60 eftir. T. d. vantar alveg
fimmta, sjöunda og þrettánda kaflann; aðeins áttundi kaflinn er óskertur. En þessi
skörð má skýra á einfaldan hátt, eins og bráðum verður vikið að.
Á síðustu blaðsíðunni er dagsetning, skrifuð með bleki: „Þessi vélritaða afskrift var
gerð á Laugarvatni apríl og maí 1943.“
Fjórða handritið (D) er einnig vélritað og tölusett bls. 1—-140 alveg eins og C.