Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 144

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 144
144 PETER HALLBERG Blöðin eru þó ekki nema 139, þar sem töluna 77 vantar; efst á bls. 78 hefur höfundurinn skrifað þessa athugasemd með bleki: „NB Skekkja í tölusetníngu. Ekki til bls. 77.“ Gagnstætt C er handrit þetta heilt, enga blaðsíðu vantar. A síðustu blaðsíðunni er sama dagsetning og í C, skrifuð með bleki. Þó að D sé þá til komið um svipað leyti og C og sé því mjög likt, er það ekki einungis afrit af því; þar eru margar breytingar, þótt í smáu sé. Hinsvegar er augljóst, að D er ekki að öllu leyti nýskrifað, heldur hafa mörg blöð verið tekin beint yfir frá C; er það skýringin á glopp- um þeim í C, sem var talað um áðan. Þessu til sönnunar má benda á nokkrar stað- reyndir. Það er stundum talsverður munur á svertunni á þeim blöðum annarsvegar, sem hafa — að mínu áliti — verið tekin úr C, og þeim hinsvegar, sem hafa verið ný- skrifuð í D: litarbandið á ritvélinni hefur verið á mismunandi slitstigi. Nýskrifuðu blaðsíðurnar í D eru að jafnaði talsvert „hreinni“ en hinar, sem sýna fleiri breytingar með bleki. Loks eru blöðin í C — að fáeinum undanteknum -— strikuð yfir; það hefur líklega verið gert um leið og þessar blaðsíður voru vélritaðar á nýjan leik. Ég geri þá ráð fyrir, að blöð þau, sem vantar í C, hafi undantekningarlaust verið flutt yfir í D. Prentsvertuför í D sýna, að þar er um prenthandrit að ræða. Eins og a og b hafa verið notaðar sem nokkurskonar „starfsbækur“ í sambandi við samningu Klukkunnar, þá eru svipuð tengsl milli c og Mans. í þessum minnisbókum hefur skáldið vísað til heimilda, skrifað hjá sér ýmis orðatiltæki, samið stutt yfirlit yfir atburðarás sögunnar eða einstakra kafla, tekið upp tilsvör o. s. frv. En þar má, sem sagt, einnig finna margt annað, sem hefur verið í huga höfundarins uin þessar mundir. Minnisbók c er stílahefti i gulri kápu með svörtum kili. Blaðsíðan er 190x241 mm, með 23 línum, alveg eins og í seinni hluta frumuppkastsins (A) að KlukkunnL Blöðin eru 36, og hefur höfundurinn tölusett bls. 3—72. Bókin er í heild sinni skrifuð með grænu bleki, eins og bls. 124—39 í b og allt fyrsta uppkastið (A) að Mani. Fjórar fyrstu blaðsíðurnar, 3—6, gefa heildaryfirlit yfir atburði hinna tveggja síðari binda, mjög í samræmi við hinar prentuðu bækur. En annars fjallar þessi minnisbók eingöngu um efni miðbindisins, og reyndar ekki nema um nokkurn hluta þess. Undir fyrirsögninni „5. kap.“ stendur á bls. 37: „Magnús Sigurðsson leggur konu sína undir í spilum og tapar henni. Lýsing af því, og síðan er þeir spilafélagar koma að sækja hana og hafa varpað um það hlutkesti hvor eigi að sofa hjá henni fyrst.“ En önnur minnisgrein neðarlega á sömu blaðsiðu hljóðar þannig: „Þetta bindi endar á því að Eydalín gamli hefur verið dæmdur frá eigu embætti og æru útaf máli Jóns Hreggv. Ást þeirra Arnæi og Snæfr. lýst í Skálholti, án þess gerðir þeirra yfirstigi hið sómasamlega eða ,lögmæta‘.“ En eftir bls. 45 er ekkert, sem snertir söguefnið, að undantekinni klausu um Snæfríði á bls. 69. Afgangurinn er aðallega drög að ýmsum greinum. Þannig eru bls. 50—70 að mestu leyti undirbúningur undir greinina Myndlist okkar jorn og ný, sem birtist fyrst í jólahefti Helgafells 1943; en sú ritgerð gefur mikilvægar bendingar um þau listrænu sjónarmið, sem hafa vakað fyrir skáldinu, meðan íslandsklukkan varð til.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.