Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 144
144
PETER HALLBERG
Blöðin eru þó ekki nema 139, þar sem töluna 77 vantar; efst á bls. 78 hefur höfundurinn
skrifað þessa athugasemd með bleki: „NB Skekkja í tölusetníngu. Ekki til bls. 77.“
Gagnstætt C er handrit þetta heilt, enga blaðsíðu vantar.
A síðustu blaðsíðunni er sama dagsetning og í C, skrifuð með bleki. Þó að D sé þá
til komið um svipað leyti og C og sé því mjög likt, er það ekki einungis afrit af því; þar
eru margar breytingar, þótt í smáu sé. Hinsvegar er augljóst, að D er ekki að öllu leyti
nýskrifað, heldur hafa mörg blöð verið tekin beint yfir frá C; er það skýringin á glopp-
um þeim í C, sem var talað um áðan. Þessu til sönnunar má benda á nokkrar stað-
reyndir. Það er stundum talsverður munur á svertunni á þeim blöðum annarsvegar,
sem hafa — að mínu áliti — verið tekin úr C, og þeim hinsvegar, sem hafa verið ný-
skrifuð í D: litarbandið á ritvélinni hefur verið á mismunandi slitstigi. Nýskrifuðu
blaðsíðurnar í D eru að jafnaði talsvert „hreinni“ en hinar, sem sýna fleiri breytingar
með bleki. Loks eru blöðin í C — að fáeinum undanteknum -— strikuð yfir; það hefur
líklega verið gert um leið og þessar blaðsíður voru vélritaðar á nýjan leik. Ég geri þá
ráð fyrir, að blöð þau, sem vantar í C, hafi undantekningarlaust verið flutt yfir í D.
Prentsvertuför í D sýna, að þar er um prenthandrit að ræða.
Eins og a og b hafa verið notaðar sem nokkurskonar „starfsbækur“ í sambandi við
samningu Klukkunnar, þá eru svipuð tengsl milli c og Mans. í þessum minnisbókum
hefur skáldið vísað til heimilda, skrifað hjá sér ýmis orðatiltæki, samið stutt yfirlit yfir
atburðarás sögunnar eða einstakra kafla, tekið upp tilsvör o. s. frv. En þar má, sem sagt,
einnig finna margt annað, sem hefur verið í huga höfundarins uin þessar mundir.
Minnisbók c er stílahefti i gulri kápu með svörtum kili. Blaðsíðan er 190x241 mm,
með 23 línum, alveg eins og í seinni hluta frumuppkastsins (A) að KlukkunnL Blöðin
eru 36, og hefur höfundurinn tölusett bls. 3—72. Bókin er í heild sinni skrifuð með
grænu bleki, eins og bls. 124—39 í b og allt fyrsta uppkastið (A) að Mani.
Fjórar fyrstu blaðsíðurnar, 3—6, gefa heildaryfirlit yfir atburði hinna tveggja síðari
binda, mjög í samræmi við hinar prentuðu bækur. En annars fjallar þessi minnisbók
eingöngu um efni miðbindisins, og reyndar ekki nema um nokkurn hluta þess. Undir
fyrirsögninni „5. kap.“ stendur á bls. 37: „Magnús Sigurðsson leggur konu sína undir
í spilum og tapar henni. Lýsing af því, og síðan er þeir spilafélagar koma að sækja
hana og hafa varpað um það hlutkesti hvor eigi að sofa hjá henni fyrst.“ En önnur
minnisgrein neðarlega á sömu blaðsiðu hljóðar þannig: „Þetta bindi endar á því að
Eydalín gamli hefur verið dæmdur frá eigu embætti og æru útaf máli Jóns Hreggv. Ást
þeirra Arnæi og Snæfr. lýst í Skálholti, án þess gerðir þeirra yfirstigi hið sómasamlega
eða ,lögmæta‘.“
En eftir bls. 45 er ekkert, sem snertir söguefnið, að undantekinni klausu um Snæfríði
á bls. 69. Afgangurinn er aðallega drög að ýmsum greinum. Þannig eru bls. 50—70 að
mestu leyti undirbúningur undir greinina Myndlist okkar jorn og ný, sem birtist fyrst í
jólahefti Helgafells 1943; en sú ritgerð gefur mikilvægar bendingar um þau listrænu
sjónarmið, sem hafa vakað fyrir skáldinu, meðan íslandsklukkan varð til.