Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Síða 146
146
PETER HALLBERG
í níunda kafla D-handritsins hefur skáldið með blýanti skrifað nokkrar athugasemdir,
sem eflaust eiga við upplestur hans úr sögunni á stúdentahátíðinni á Hótel Borg 1. des-
ember 1944. T. d. stendur á spássíunni bls. 91 við nokkrar línur í lýsingu á Arnæusi:
„Sleppa í upplestri“.
Að lokum má geta þess, að Man D — eins og Klukkan D ■— ber þess skýr merki, að
vera prenthandrit.
Mér er ekki kunnugt um neina minnisbók að þriðja bindi verksins. Hinsvegar er með
handritunum að Eldi einnig röð „lausra“ blaða, sem svarar að miklu leyti til minnis-
bókanna að fyrri bindunum. Undir fyrirsögninni „Notata“ eru tölusett blöðin I—IX,
en sem „Synopsis“ bls. 1—4. Auk þess finnast 24 ótölusett blöð og 2 auðir pöntunar-
seðlar frá Landsbókasafni, en höfundurinn hefur skrifað á bakhlið þeirra. 011 „Notata“-
og „Synopsis“-blöðin, eins og flest hin blöðin, eru skrifuð með bláu bleki. Það gæti
bent til þess, að þau séu frá sama tíma og Eldur A, eða aðeins eldri, eins og eðlilegt
væri. Nokkrar breytingar og undirstrikanir með fjólubláu bleki hljóta að vera dálítið
seinna til orðnar. (Sbr. neðan um A.)
Fyrsta uppkastið (A) að lokabindinu er tölusett bls. 1—274, upphaflega skipt í sextán
kafla en síðar í átján, eins og í hinni prentuðu bók. Auk þess eru með handritinu 8
tölusett blöð — 1—3, 67—69, 225 og 229 —- sem fjalla um sama efni og tilsvarandi
blaðsíður, en hafa verið skrifuð á ný. Bls. 1—180 eru skrifaðar með bláu bleki, en á bls.
181, þar sem Tíundi kap. hefst, tekur fjólublátt blek við og helzt fram að lokum. Margar
breytingar á bls. 1—180 eru einnig með þessu fjólubláa bleki.
Dagsetning er á bls. 1: „Byrjað 22. júní, Eyrarbakka“. Á síðustu blaðsíðunni, 274:
„Uppkasti þessu lokið Reykjavík 22. okt 1945 (byrjað 21. júní, á Eyrarbakka)“. Hér
hefur fyrst verið skrifað 22. júní, en því hefur verið breytt í 21., svo að lítilfjörlegt
ósamræmi hefur orðið milli þessarar dagsetningar og þeirrar á bls. 1. Þá var liðið
misseri frá útkomu miðbindisins og þangað til að skáldið fór að semja frumuppkast að
þriðja bindinu.
Við fyrirsögnina „1. kap.“ á bls. 1 í A er skrifað innan sviga: „annað uppkast“. En
sú athugasemd hlýtur að eiga aðeins við þennan fyrsta kafla; af honum eru, sem fyrr
var getið, til þrjár blaðsíður, sem hefur verið hafnað, og sýna þær talsvert frábrúgðna
gerð kaflans.
Annað handritið (B) að Eldi er 248 tölusett blöð. En blaðsíðurnar 1 og 20 vantar,
þannig að blöðin eru í reyndinni ekki nema 246. Auk þess eru í þessu uppkasti 17
,,laus“ blöð, 14 þeirra tölusett: 9, 10, 66, 68, 69, 99, 170a, 185, 190, 193, 194, 212, 216,
236 — fyrri gerðir af tilsvarandi blaðsíðum og köflum. Handrit B er í heild sinni
skrifað með hinu fjólubláa bleki.
Dagsetning er á síðustu blaðsiðunni, 248: „2. umferð lokið Gljúfrasteini 29. jan
1946 (Byrjað 22. júní 1945, á Eyrarbakka. Uppkasti lokið Rvík 22. okt 1945)“.
Vélritunin af Eldi hefur farið fram með svipuðum hætti og við hin tvö bindin. En
nú er varla lengur hægt að tala um C og D serrt tvö sérstök handrit. Af Eldi „C“ er nefni-