Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 154

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 154
154 PETER HALLBERG Einna ljósast dæmi um áhuga höfundarins á fornbókmenntum íslendinga er hin efnismikla og hugmyndaríka grein hans um fornsögur. En eins og áður hefur verið getið. eru 15 síðustu blaðsíður Minnisbókur b drög að þessum „minnisgreinum“. Aðalheimild hans um miðaldir er rit eftir hinn fræga belgiska sagnfræðing Henri Pirenne.1 Yfirleitt leitast hann við að tengja miöaldamenningu íslands við menningu meginlandsins. T. d. má finna þessa athugasemd um heilagan Frans: „Francis var í senn: umferðapredikari, einsetumaður, iðrunarmaður og trúbadúr (farandsaungvari). Guðmundur góði.“ (133) Hann hefur einnig tekið eftir því, að „legal subtleties“, lög- krókar, „eru partur af aldaranda 14. aldar“ (134), og hugsað auðvitað þá til íslenzks réttarfars. Og Kaupahéðinn í Njálu er „miðaldakaupmaðurinn, eins og Pirenne lýsir þeim. Einginn veit hverjir þeir eru. Þeir eru sveitaflækíngar í byrjun, komnir úr fjar- lægum stöðum. Þó að íslenzku „realistarnir“ standi „hinum suðrænu samtíðarmönn- um sínum“ miklu framar (1341, eiga bókmenntir þessara aðila sammerkt í aðalatrið- um: Einn vottur um katholisitet og óeinstaklíngslegt objektivitet miðalda, að persónur valsa milli skáldverka, og einginn á einkarétt á þeim, sömu persónurnar koma fyrir í ólíkum verkum óh'kra höf- unda, jafnvel sömu viðburðirnir. Höf. telja sig ekki einkahöf. heldur skrásetjara. Sagnamenn og sjonglörar færa sögur í búníng. Skrifarar færa þær í letur. Njála er samsafn algeingra sagna. Mið- aldirnar gerðu ekki sama greinarmun sannrar og skáldaSrar sögu og viS. (138—39) Allt bendir þetta fram á við, í áttina til næsta stórvirkis höfundarins — Gerplu. Stíll íslandsklukkunnar er mótaður af heimildum frá þeirri öld, sem sagan fjallar um: annálum, einkabréfum, réttarskjölum, guðfræðiritum. En uppistaða hans er þrátt fyrir allt hið kjarnyrta mál fornsagnanna, hinnar sígildu íslenzku frásagnarlistar. Við hýðingu Jóns Hreggviðssonar á Kjalardalsþingi er nærstaddur flakkari einn, sem talar ýmist „í fornsagnastíl“ („Varla mun jafnágætur kóngsmaður og Sigurður Snorrason þola frýuorð af munni Jóns Hreggviössonar“) eða „í hugvekjutón“ („0 kónglegrar maiestatis þjónn, rninst þú vors herra!“). (Klukkan 22) En á þeirri list að bregða sér í ýmis stílgervi á höfundur /slandsklukkunnar furðulegt vald. Það er mikiö afrek að hafa svo höndlað hið marglita ívaf sögunnar, að úr því er oröin sterk og listræn heild. Þar sem sagan gerist að miklu leyti í útlöndum, hefur höfundinum verið þörf á heim- ildum um menningu erlendis, sérstaklega í Kaupmannahöfn. Ein helzta náman fyrir skáld, sem leitar fræðslu um líf Dana fyrr á öldum, hlýtur að vera hið mikla verk Troels-Lunds, Dagligt Liv i Norden i det 16. Aarhundrede (1879—1901; ný útgáfa með myndum 1908—10). Halldór hefur auðvitað haft talsvert gagn af þessu riti, þó að þess' sjáist ekki mörg merk'i í tilvitnunum hans í minnisbókum og handritum. En í sambandi við að sagt er frá dvöl Snæfríðar á gistihúsi í Kaupmannahöfn gerir hann þessa athuga- semd í frumuppkastinu: „Hér inn fléttist stutt lýsíng á interiöri", og vísar til Dagligt Liv i Norden. (Eldur A 218) 1) Hcnry Pirenne, History of Europe jrom the invasions to the XVI century (1939).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.