Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 155

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 155
ÍSLANDSKLU KKAN í SMÍÐUM 155 Oftar getur í minnisbókunum annarrar danskrar bókar: Carl Bruun, Kjpbenhavn, en illustreret Skildring aj dets Historie, Mindesmcerker og Institutioner. Anden Del (1890). „Um innanstokksmenníngu í Khöfn, sjá Bruun, Köbenhavn, II. bd. 558“ (Minnisbók a 33); en á bls. 558 í því verki er lýst viðhöfninni í stofuinnréttingu, hús- gögnum og ýmsum innanstokksmunum. „Lesa um sögu danskrar byggíngarlistar (frá 17. öld), sjá aftur Kaupmannahafnarsöguna. SömuleiSis rit um klæSaburð á þessum tíma.“ (Minnisbók b 24) Um bæSi þessi efni, byggingarlist og klæSaburð, veitir Bruun mikinn fróðleik. „íslensku hákarlalýsi er brent á strætisljóskerum Khafnar Bruun Saga Kh. II b. 272“ (Minnisbók b 53). Um þetta atriði skrifar Bruun þannig: „Lygterne, der vare forfærdi- gede af Kobber, og i hvilke der indtil 1683 brændtes Olie, men derpaa islandsk Hav- kalvstran, bleve anbragte paa malede Stolper, og der var sat en Straf af tre Aars Arbeide i Jern paa Bremerholm for at beskadige dem.“ En í þeim kafla Klukkunnar, þar sem Jón Marteinsson er að sýna Jóni HreggviSssyni Kaupmannahöfn að næturlagi, segir leiðsögujnaSur bóndans m. a.: „Þessi borg var ekki aðeins reist fyrir íslenska penínga heldur er hún lýst með íslenskum grút.“ (226) „Sjá um tortúr í Bruun, Köbenhavn II bd. bls. 362—363. Ennfr. um inquisitions- kommissionen bls. 358 og áfram“; en þeirri tilvísun fylgir útdráttur, á íslenzku, úr frá- sögn Bruuns af pyntingaraðferðum í sambandi við glæpi hermanna. (Minnisbók b 73—74) HermaSurinn Johann Reckwitz er í Klukkunni látinn reyna „det saakaldte Paternoster eller Rosenkrandsen“ — „faðirvoriS“, eins og skáldið nefnir það; það er hin þriðja „gráða“ þessara pyntinga, og er þar lýsing Bruuns þrædd nákvæmlega: „Faðirvor þetta reyndist vera krans úr snæri með mörgum hnútum, og var því smeygt á höfuð manninum og snúið uppá með snarvöndli þángaðtil lmútarnir settust inní skallann og augun ötluðu útúr honum.“ (236) OSru sinni, þegar Jón hefur barið yfir- mann í eldaskála hermanna, eru skiptar skoðanir um hvað eigi að gera við þrjótinn: „Sumir vildu láta ferhöggva liann þegar, í stað þess að tefja sig á að skera úr honum hjartað fyrst og gefa honum utanundir með því síðan og limlesta hann þaráeftir“ (190). Síðarnefndri aðferð var fylgt við aftöku manns að nafni Erik Ladefoged árið 1675, eins og Bruun segir frá: „Í0rst blev hans Hjerte skaaret ud af ham, og Bdddelen slog ham med det paa Munden; derpaa knustes hans Arme og Ben med et Hjul, en Rem blev skaaren af hans Bug og en af hans Ryg .. . hans Hoved afhugget med en 0xe og sat paa en Pæl, og endelig blev hans Legeme parteret og lagt paa fire Steiler“ (363). Til rits Otto Vaupells, Den danske Hœrs Historie til Nutiden og den norske Hœrs Historie indtil 1814, 1—11 (1872—76 ), hefur skáldiS sótt nokkra kátlega atburði úr hernaðarsögu Dana og lagað þá dálítið í hendi sér.1 Vaupells er ekki beint getið i minnisbókum eða handritum; en í frumuppkastinu (A) að Klukkunni er á einum stað sú athugasemd: „Konsúltera hersögu.“ (199) í lok Minnisbókar a, þegar hann hefur verið að ganga frá, eða gengið frá, fyrsta uppkastinu (A) að Klukkunni, skrifar höfundurinn: „Safna einhverjum skandalasög- 1) Sbr. Peter Hallberg, Skaldens hus o. s. frv., bls. 418—19.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.