Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 156
156
PETER HALLBERG
um um Danakónga til að bæta inn í aftast, eftir að J. H. kemur til Khafnar, og láta Jón
Marteinsson segja honum þá.“ (122) En frá slíkum sögum er sagt í Minnisbók b og
vitnað í ,,Danm. Hist. V. 291“; er þar átt við bindið Danmarks Riges Historie 1699—
1814 (1896/1907) eftir Edvard Holm. í minnisbókinni eru þessar tilvitnanir:
Kristjan Vll bröd alle anstændighedens skranker; han holdt af rá kommers pá knejper eller i
hordeller, havde med sine drikkebrödre batailler med byens vægtere. Den enevældige kongemagt
blev trukket ned i snavset.
1767, særlig skandale. Kongen i beröring med et berygtet fruentimmer Stövlekatrine.
Han fandt fornöjelse i at slá vinduer ud, ödelægge möbler (og postulín) eller kaste dem ud af
vinduet osv. (57—58)
Um „St0vletkatrine“ er talað í Klukkunni, í óvirðingarskyni við kónginn: nokkrir
fangar í Bláturni „formæltu kónginum og sögðu að hann væri tekinn saman við Stíg-
véla-Katrínu“ (238). Onnur hneyksli birtast í lokabindinu. Rakari er látinn „segja
þau tíðindi að vor allranáðugasti herra hafi nú bráðsnemma í morgun fyrirfundist í
því ófræga húsi Gullna Leóni, þar stundandi nokkurt hrátt kommers með sínum fylgj-
urum kavalérum, sem fékk enda með klammaríi við vaktina“ (Eldur 60—61). Eins og
menn sjá, hefur jafnvel orðalagið haldizt frá. heimild höfundarins („raa Kommers“).
Frá upphafi virðist hann hafa hugsað sér að hafa svipaðan atburð í öðru sambandi.
Undir fyrirsögninni „Skema átjánda kap.“ segir í Minnisbók b um þá félaga Jón Hregg-
viðsson og Jón Marteinsson, eftir að þeir eru farnir úr Kristínar Doktors Kjallara: „Fá
ekki að fara inn í hóruhúsið af því kóngurinn er þar inni. Mublum og postulíni hent
út um gluggana. Kóngurinn kemur út með þrjár skækjur, tvær sína undir hvorri hönd
og eina á bakinu, og lætur lemja Jónana, aka burt síðan.“ (72)
„Skandalasögur" þessar eiga sem sagt í veruleikanum við Kristján sjöunda (1749—
1808), en hann var ekki í heiminn borinn um þær mundir er Jónarnir tveir gengu
um götur Kaupmannahafnar. Eða: ættu að hafa gengið þar í veruleikanum, er líklega
bezt að orða það. Því að höfundurinn hefur sjálfur, og ekki að ófyrirsynju, varað
okkur við að líta á 1 slandsklukkuna sem „sagnfræðilega skáldsögu“. Hve mörg og
augljós þau atriði kunna að vera, sem hann hefur sótt til veruleika Jóns Hreggviðssonar
og Arna Magnússonar, þá lúta þau að sögn hans „einvörðúngu lögmálum verksins
sjálfs“. Það er engin ástæða að rengja þau orð.
Enn er ónefnt rit, sem hlýtur að hafa verið höfundi /slandsklukkunnar alveg sérstak-
lega velkomin heimild um Danmörku á 17. öld: æfisaga Jóns Ólafssonar Indíafara.
í þeirri bók er Kaupmannahöfn lýst, eins og borgin birtist í augum íslenzks alþýðu-
manns. Jón Ólafsson var meira að segja hermaður og „byssuskytta“; reynsla hans og
Jóns Hreggviðssonar hefur því að sumu leyti verið svipuð. Frásögn Jóns Indíafara
veitti skáldinu einstakt tækifæri til að fylla út og gæða lífi þá mynd af öldinni, sem
birtist honum í öðrum heimildum.
Jóns er fyrst getið í Minnisbók a: „Jón Ól. Indíafari: Þrír menn ríkir er bjuggu til
Lundún lofuðu að láta finna hann (þjófinn) og uppheingja.“ (102) Þessi setning er
orðrétt tilfærð frá bls. 23 í útgáfu Sigfúsar Blöndals: Æfisaga Jóns Ólajssonar Indía-