Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 156

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 156
156 PETER HALLBERG um um Danakónga til að bæta inn í aftast, eftir að J. H. kemur til Khafnar, og láta Jón Marteinsson segja honum þá.“ (122) En frá slíkum sögum er sagt í Minnisbók b og vitnað í ,,Danm. Hist. V. 291“; er þar átt við bindið Danmarks Riges Historie 1699— 1814 (1896/1907) eftir Edvard Holm. í minnisbókinni eru þessar tilvitnanir: Kristjan Vll bröd alle anstændighedens skranker; han holdt af rá kommers pá knejper eller i hordeller, havde med sine drikkebrödre batailler med byens vægtere. Den enevældige kongemagt blev trukket ned i snavset. 1767, særlig skandale. Kongen i beröring med et berygtet fruentimmer Stövlekatrine. Han fandt fornöjelse i at slá vinduer ud, ödelægge möbler (og postulín) eller kaste dem ud af vinduet osv. (57—58) Um „St0vletkatrine“ er talað í Klukkunni, í óvirðingarskyni við kónginn: nokkrir fangar í Bláturni „formæltu kónginum og sögðu að hann væri tekinn saman við Stíg- véla-Katrínu“ (238). Onnur hneyksli birtast í lokabindinu. Rakari er látinn „segja þau tíðindi að vor allranáðugasti herra hafi nú bráðsnemma í morgun fyrirfundist í því ófræga húsi Gullna Leóni, þar stundandi nokkurt hrátt kommers með sínum fylgj- urum kavalérum, sem fékk enda með klammaríi við vaktina“ (Eldur 60—61). Eins og menn sjá, hefur jafnvel orðalagið haldizt frá. heimild höfundarins („raa Kommers“). Frá upphafi virðist hann hafa hugsað sér að hafa svipaðan atburð í öðru sambandi. Undir fyrirsögninni „Skema átjánda kap.“ segir í Minnisbók b um þá félaga Jón Hregg- viðsson og Jón Marteinsson, eftir að þeir eru farnir úr Kristínar Doktors Kjallara: „Fá ekki að fara inn í hóruhúsið af því kóngurinn er þar inni. Mublum og postulíni hent út um gluggana. Kóngurinn kemur út með þrjár skækjur, tvær sína undir hvorri hönd og eina á bakinu, og lætur lemja Jónana, aka burt síðan.“ (72) „Skandalasögur" þessar eiga sem sagt í veruleikanum við Kristján sjöunda (1749— 1808), en hann var ekki í heiminn borinn um þær mundir er Jónarnir tveir gengu um götur Kaupmannahafnar. Eða: ættu að hafa gengið þar í veruleikanum, er líklega bezt að orða það. Því að höfundurinn hefur sjálfur, og ekki að ófyrirsynju, varað okkur við að líta á 1 slandsklukkuna sem „sagnfræðilega skáldsögu“. Hve mörg og augljós þau atriði kunna að vera, sem hann hefur sótt til veruleika Jóns Hreggviðssonar og Arna Magnússonar, þá lúta þau að sögn hans „einvörðúngu lögmálum verksins sjálfs“. Það er engin ástæða að rengja þau orð. Enn er ónefnt rit, sem hlýtur að hafa verið höfundi /slandsklukkunnar alveg sérstak- lega velkomin heimild um Danmörku á 17. öld: æfisaga Jóns Ólafssonar Indíafara. í þeirri bók er Kaupmannahöfn lýst, eins og borgin birtist í augum íslenzks alþýðu- manns. Jón Ólafsson var meira að segja hermaður og „byssuskytta“; reynsla hans og Jóns Hreggviðssonar hefur því að sumu leyti verið svipuð. Frásögn Jóns Indíafara veitti skáldinu einstakt tækifæri til að fylla út og gæða lífi þá mynd af öldinni, sem birtist honum í öðrum heimildum. Jóns er fyrst getið í Minnisbók a: „Jón Ól. Indíafari: Þrír menn ríkir er bjuggu til Lundún lofuðu að láta finna hann (þjófinn) og uppheingja.“ (102) Þessi setning er orðrétt tilfærð frá bls. 23 í útgáfu Sigfúsar Blöndals: Æfisaga Jóns Ólajssonar Indía-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.