Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Síða 161
ÍSLANDSKLUKKAN f SMÍÐUM
161
Það er enginn efi á því, að skáldið hafi af ásetlu ráSi keppt að því marki. Áhugi hans á
hinni sígildu hollenzku myndlist virðist mér vera enn einn votlur þeirrar viðleitni.
Þessi heimildaskrá, eins og hún birtist í handritum höfundarins, er orðin löng. Þó
mætti enn lengja hana með því að nefna t. d. Einokunarverzlun Dana á lslandi 1602—
1787 (1919) eftir Jón J. Aðils. Sú bók hefur auðvitaS verið aðalheiinild hans urn ís-
landsverzlunina. En það er einnig vísað til hennar í sambandi við klæðaburð íslenzkra
hefðarkvenna (Klukkan A 67) Rits Einars Arnórssonar, Réttarsaga Alþingis (1945),
er m. a. getið sem heimildar um lögmannsvald (Minnisbók b 26) og um dóm í máli
guðlastarans Halldórs Finnbogasonar (Minnisbók a 40—41). En hinn síðarnefndi er
um stundarsakir félagi Jóns Hreggviðssonar í dýflissunni að Bessastöðum. (Klukkan
59—60)
Þó að heimildir Halldórs viS samningu 1 slandsldukkunnar séu sögulegar eða jafnvel
sagnfræðilegar, þá er aðferð hans að viða að sér efni og sveigja það undir kröfu lista-
verksins í meginatriðum sú sama og við samningu nútímaskáldsagna, eins og Salka
Valka, Heimsljós eða — Atómstöðin. ÞaS er næstum því táknrænt, að söguhetjunnar
Uglu skuli fyrst vera getið í miðri Minnisbók b, meðan höfundurinn var enn að semja
fyrsta bindið af 1 slandsklukkunni:
Skáldsagan Ugla:
Þrá læknisins til sveitarinnar frá civilisationinni birtist í ást hans til Uglu.
Ugla kommúnisti.
Hvernig heimili borgarans leysist upp, og læknirinn stendur aS lokum einn í ást sinni til Uglu,
lnigsjónir hennar beinast mót hinum nýa heimi sem hann er ekki maðttr til aS gefast á vald. (85)
SöguþráSur Atómstöðvarinnar hefur þá aS sumu leyti verið spunninn árum áSur en
herstöðvamál og „beinamál“ komu til skjalanna. En þessir atburðir hafa eflaust gert
skáldinu auðveldara að' setja söguna á svið, eins og atburðir löngu liðinna tíma hafa
gætt boðskap íslandsklukkunnar lífi listarinnar.
III
í útvarpserindi sínu, Höfundurinn og verk hans, sem var flutt 22. nóvember 1942,
lýsir Halldór m. a. því, hvernig ,,hið lifandi líf umhverfis höfundinn og í brjósti hans“
neyðir upp á hann „yrkisefnum sem hann hefur kannski flúið undan árum saman“: „Til
dæmis veit ég aS höfundur einn er nýbyrjaður á bók sem hann hefur í átján ár verið
að biðja guðina aS forða sér frá að skrifa."1 I átján ár — þ. e. a. s. frá 1924. En í við-
tali í ÞjóSviljanum 23. desember 1943 segir skáldið, að vinur hans Jón Helgason í
Kaupmannahöfn hafi þegar árið 1924 bent honum á mál Jóns HreggviSssonar. SíSan
var hann öðru hvoru með söguefnið í huga; um 1934 samdi hann stutt yfirlit, tíu eða
tuttugu blaðsíður, yfir atburðarás sögunnar allrar.
Handritin að íslandsMukkunni bera það með sér, að sagan hefur átt sér langan að-
1) Tilvitnunin eftir Vettvang dagsins (1942), bls. 473.
Árbók Lbs. '55-56 Í1