Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 166

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 166
166 PETER HALLBERG atriðum. í fimmta kafla Klukkunnar er getið fáráðlings nokkurs, sem „stóð uppá hús- burst og lék ömurlega list sem hann kallaði að kveða drundrímur fyrir fólk“ (74). Það útheimtist varla stórkostlegt hugmyndaflug til þess að skilja orðið, þó að maður hafi ekki heyrt það áður. En í ^-handritinu hefur skáldið þetta skýrara: „Skoplegur vitfirr- ingur stóð upp á húsburst og skemti mönnum með því að frandeiða vindgáng fyrir tó- bak, og kallaði það að kveða drundrímur .“ (59) Orðin „fyrir tóbak“ o. s. frv. eru inn- skot. En síðar hefur þá þessi viðauki leyst hið „beina“ orðatiltæki af hólmi. I nítjánda kafla Klukkunnar leggja Jón Hreggviðsson og félagar hans af stað til að berjast við Svía: „Vegurinn var eitt óslitið forað og áttu margir erfitt að halda taktin- um, þarámeðal Jón Hreggviðsson. Veldruknir fyrirliðar þýðverskir riðu grenjandi með- fram kompaníinu með svipur og pistólur á lofti. Tónlistin var laungu á enda meðþví pípararnir voru orðnir loppnir, en einn maður heyrðist jarma.“ (233) Ég efast um, að margir lesendur leggi neinn sérstakan skilning í þennan jarm hins eina manns. Enn talar fyrsta uppkastið beinni — og fleiri — orðum: „Þetta var líkast því þegar verið var að reka fé til slátrunar á íslandi á haustdegi, utan mannfólkinu var bannað að jarma.“ (199) Auðvitað geta lesendur Klukkunnar lagt allt þetta í jarm mannsins. Það lítur út fyrir, að höfundurinn hafi sjálfur gert það. En breytingin, sem leynir hinum upprunalegu hugrenningartengslum, er mikilvæg. Hrynjandi frásagnar- innar verður annar. Þar vottar fyrir hraða og óþolinmæði okkar tíma. Jafnvel í þessu litla atriði finnst mér maður geta þreifað á, hve mikill nútímamaður Halldór Laxness er — ekki sízt í íslandsklukkunni. IV Hér fylgir þriðji kafli (31—47) Klukkunnar, eins og hann er í H-handritinu (21— 39) og ö-handritinu (27—48). Fjöldamargar yfirstrikanir og breytingar eru í þessum handritum. Það væri út af fyr- ir sig æskilegt, að þær kæmu einnig í Ijós i þessari prentun. En í fyrsta lagi yrði þá text- inn illlæsilegri, og samanburður á gerðunum — en hann er hér aðalatriðið — myndi torveldast. í öðru lagi er oft ómögulegt að segja, um hvaða leyti breyting hefur verið gerð: strax; eftir nokkurn tíma, þegar skáldið fór að lesa þá kafla, sem hann var nýhú- inn að semja; eða e. t. v. ekki fyrr en hann bjó sig undir að byrja á næsta handriti. Ég hef þá tekið þann kostinn að prenta hér þriðja kafla Klukkunnar í þeirri /o&amynd ein- göngu, sem honum hefur verið gefin fyrst í A og síðan í D. Þegar ég hef ekki verið viss um, að ég hafi lesið orð rétt, er spurningarmerki innan hornklofa eftir því orði [ ? ]. Tvö spurningarmerki innan hornklofa [ ? ? ] eru sett í stað- inn fyrir orð, sem ég hef yfirleitt ekki treyst mér til að lesa. En innan hornklofa set ég einnig orð, sem er ofaukið: það hefur verið skrifað tvisvar, eða hefur gleymzt að strika það út, þegar setningunni var hreytt; einstöku sinni hefur aftur á rnóti orðið innan hornklofa verið strikað út í misgáti og má ekki missa sig. Venjulegir svigar () eru eftir höfundinn sjálfan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.