Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 166
166
PETER HALLBERG
atriðum. í fimmta kafla Klukkunnar er getið fáráðlings nokkurs, sem „stóð uppá hús-
burst og lék ömurlega list sem hann kallaði að kveða drundrímur fyrir fólk“ (74). Það
útheimtist varla stórkostlegt hugmyndaflug til þess að skilja orðið, þó að maður hafi
ekki heyrt það áður. En í ^-handritinu hefur skáldið þetta skýrara: „Skoplegur vitfirr-
ingur stóð upp á húsburst og skemti mönnum með því að frandeiða vindgáng fyrir tó-
bak, og kallaði það að kveða drundrímur .“ (59) Orðin „fyrir tóbak“ o. s. frv. eru inn-
skot. En síðar hefur þá þessi viðauki leyst hið „beina“ orðatiltæki af hólmi.
I nítjánda kafla Klukkunnar leggja Jón Hreggviðsson og félagar hans af stað til að
berjast við Svía: „Vegurinn var eitt óslitið forað og áttu margir erfitt að halda taktin-
um, þarámeðal Jón Hreggviðsson. Veldruknir fyrirliðar þýðverskir riðu grenjandi með-
fram kompaníinu með svipur og pistólur á lofti. Tónlistin var laungu á enda meðþví
pípararnir voru orðnir loppnir, en einn maður heyrðist jarma.“ (233)
Ég efast um, að margir lesendur leggi neinn sérstakan skilning í þennan jarm hins
eina manns. Enn talar fyrsta uppkastið beinni — og fleiri — orðum: „Þetta var líkast
því þegar verið var að reka fé til slátrunar á íslandi á haustdegi, utan mannfólkinu var
bannað að jarma.“ (199) Auðvitað geta lesendur Klukkunnar lagt allt þetta í jarm
mannsins. Það lítur út fyrir, að höfundurinn hafi sjálfur gert það. En breytingin, sem
leynir hinum upprunalegu hugrenningartengslum, er mikilvæg. Hrynjandi frásagnar-
innar verður annar. Þar vottar fyrir hraða og óþolinmæði okkar tíma. Jafnvel í þessu
litla atriði finnst mér maður geta þreifað á, hve mikill nútímamaður Halldór Laxness
er — ekki sízt í íslandsklukkunni.
IV
Hér fylgir þriðji kafli (31—47) Klukkunnar, eins og hann er í H-handritinu (21—
39) og ö-handritinu (27—48).
Fjöldamargar yfirstrikanir og breytingar eru í þessum handritum. Það væri út af fyr-
ir sig æskilegt, að þær kæmu einnig í Ijós i þessari prentun. En í fyrsta lagi yrði þá text-
inn illlæsilegri, og samanburður á gerðunum — en hann er hér aðalatriðið — myndi
torveldast. í öðru lagi er oft ómögulegt að segja, um hvaða leyti breyting hefur verið
gerð: strax; eftir nokkurn tíma, þegar skáldið fór að lesa þá kafla, sem hann var nýhú-
inn að semja; eða e. t. v. ekki fyrr en hann bjó sig undir að byrja á næsta handriti. Ég
hef þá tekið þann kostinn að prenta hér þriðja kafla Klukkunnar í þeirri /o&amynd ein-
göngu, sem honum hefur verið gefin fyrst í A og síðan í D.
Þegar ég hef ekki verið viss um, að ég hafi lesið orð rétt, er spurningarmerki innan
hornklofa eftir því orði [ ? ]. Tvö spurningarmerki innan hornklofa [ ? ? ] eru sett í stað-
inn fyrir orð, sem ég hef yfirleitt ekki treyst mér til að lesa. En innan hornklofa set ég
einnig orð, sem er ofaukið: það hefur verið skrifað tvisvar, eða hefur gleymzt að strika
það út, þegar setningunni var hreytt; einstöku sinni hefur aftur á rnóti orðið innan
hornklofa verið strikað út í misgáti og má ekki missa sig. Venjulegir svigar () eru eftir
höfundinn sjálfan.