Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 169

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 169
íSLANDSKLUKKAN í SMÍÐUM Í69 21 ÞriSji kapítuli. Daginn eftir var bjart veður og kyrt eins og oft á haustin, og menn voru að ýmsu starfi á landi og sjó, en Jón Hreggviðsson lá á grúfu inni í bæli. Fíflið sat á gólfinu og táði ull og kven- fólkið var frammi við eða úti, en hinn stæki áleitni daunn líkþrárinnar ríkti ofar öðrum þef í baðstofunni. Jón Hreggviðsson bað Drottinn með sárum stunum að gefa sér tóbak og brennivín og þrjár frillur og formælti konu sinni. Þá verður það jafn snemma að hundurinn rýk- ur upp á þekjuna með miklu upploki en hófdyn- ur margra hesta ásamt glamri beisla og máli manna heyrist fyrir dyrum Jóns Hreggviðssonar á Reyni. Hann þóttist vita að hér væri flokkur manna kominn af hendi réttvísinnar að taka liús á honum og rótaði sér ekki. Að utan heyrðist valdsmannsleg rödd skipa hestasveinum fyrir verkum. Kona Jóns Hreggviðssonar kom hlaup- andi inn í baðstofu með öndina í hálsinum með nafn endurlausnarans á vörunum. Jón Hreggviðs- son spurði: ' Hvað tautar þú mannskræfa? /22/ Og kona hans svaraði: Það eru komnir höfðíngjar. IJöfðíngjar, sagði Jón Hreggviðsson og fléttaði saman blótsyrðum. Eru þeir ekki búnir að flá af mér húðina? Hvað vilja þeir meir? Hálsinn er eftir, sagði konan. Jón Hreggviðsson mundi án efa hafa skreiðst á fætur til að berja konuna, hefði ekki heyrst fótatak í gaungunum og glamur af sporum og há- vært mannamál. Gestirnir buðu sér inn. Fyrstur steig inn yfir þröskuldinn í koti Jóns Hreggviðssonar tignarmaður einn mikill og þrek- legur, rauður í framan og mikileygur, hástígvél- aður í víðri kápu, með stóra glófa og svartan hatt barðastóran bundinn undir kverk. En innan undir flakandi kápunni mátti sjá að hann bar um hálsinn gullkross mikinn í festi og fíngurgull stórt á hendi. Honum næst gekk kona tíguleg í svartri reiðhempu skósíðri sem hún tók að sér og lyfti þegar hún gekk og strók mikinn á höfði gul- an, enn æskumegin við miðjan aldur, en sett í framkomu og kyrlát, eygð vel, gædd hörundsfín- leik stoltarkvenna og nokkuð toginleit. Ifenni næst gekk önnur kona, sem var að öllu leiti fullkomnun hinnar fyrri, bæði að æskulegri viðkvæmni, hörundssætleika og hinum skraut- lega undanlátssama heiðbláma augnanna, sem /23/ virtust hafa dregið til sín í eitt aðal liafs og himins á alheiðum degi til að drekkja og upp- hefja í senn, hverju því mannlegu tilliti sem þar á móti vogaði sér að stefna. Hið sama var um 27 ÞriSji kapítuli. Daginn eftir var bjart veður og kyrt og menn voru að ýmsu starfi á landi og sjó, en Jón Hregg- viðsson lá á grúfu uppí bæli, formælti konu sinni og bað Drottin með sárum stunum að gefa sér tóbak og brennivín og þrjár frillur. Fíflið táði ull á gólfinu og hló ákaflega. IJinn áleitni daunn líkþrárinnar ríkti í baðstofunni ofar öðrum daun. Þá verður það jafnsnemma að hundurinn rýk- nr upp á bæarhúsin með miklu upploki en hóf- dynur margra hesta, glamur af beislisstaungum og ómur af mannamáli heyrist fyrir dyrum. Jón Hreggviðsson þóttist vita að hér væri flokkur manna kominn af hendi réttvísinnar að taka hús á honum og rótaði sér hvergi. Úti heyrðist valds- mannsrödd skipa hestasveinum fyrir verkum. Kona Jóns IJreggviðssonar kom hlaupandi í bað- stofuna með andköfum svo mælandi: Guð veri mín hjálp og styrkur, það eru komnir höfðíngjar. Höfðíngjar, sagði Jón IJreggviðsson og /28/ fléttaði. Eru þeir ekki búnir að flá af mér húð- ina? Hvað vilja þeir meir? Hér varð ekki tóm fyrir miklar skrafræður. klæðaþyturinn, fótatakið og mannamálið barst nær eftir gaungunum. Gestirnir buðu sér inn. Fyrstur steig yfir þröskuld Jóns Hreggviðsson- ar fasmikill tignarmaður þrekvaxinn, rjóður og úteygur, hástígvélaður, í víðri kápu, með stóra glófa og svartan hatt barðastóran bundinn undir kverk. Hann har þúngt fíngurgull, en gullkross í festi um hálsinn undir flakandi kápunni. Honum næst gekk kona með gulan strók á höfði, í sortu- litaðri reiðhempu skósiðri, sem hún tók að sér og lyfti þegar hún gekk, innan við miðjan aldur og blóndeg á vángann þótt spenna æskunnar væri slaknandi í fasinu og vöxturinn gildnandi. Þá gekk inn önnur kona, sem var að því full- komnun hinnar fyrri sem hún átti fleira ólifað — og þó ef til vill sama konan. /29/ Hún var yngri og grennri, ósamhljómur hennar enn ekki leystur, svipurinn óráðinn, næstum óveraldlegur, í aug- unum sem virtust hafa uppsolgið í bláma sinn einmitt hið ósegjanlega í hragði hafs og himins á alheiðum degi. Og í vaungunum bjó sá litur sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.