Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 186
186
SKRÁ UM BÆKUR LAXNESS
GREINARGERÐ
Skrá þessi er saman tekin sumarið 1957 og ætlað að ná yfir þær bækur Halldórs Kiljans Laxness
á íslenzku og erlendum málum sem þá höfðu komið út. Gerð var í fyrstu skrá yfir allar bækur Lax-
ness í eigu Landsbókasafns og síðan send honum, en hann sýndi okkur þá vinsemd að semja viðbótar-
skrá um ýms þýdd rit sem safnið vantar; sum þeirra hefur skáldið raunar hvorki handleikið né séð.
Er viðhót þessi felld inn í skrána, og á sumum stöðum vitnað orðrétt í skýringar skáldsins, eins og
sjá má hér að framan. Utgáfur þær sem hér eru taldar, en Landsbókasafn hefur ekki eignazt, eru
merktar stjörnu.
Fullkomin er bókaskrá þessi því miður ekki, og ber þess einnig að geta að þegar þetta bindi
Árbókar Landsbókasafns kemur út mun hafa bætzt við fjöldi erlendra útgáfna á verkum skáldsins.
Gerpla er til að mynda að koma út hjá Methuen í London, og í blöðum hefur verið getið væntanlegra
útgáfna Brekkukotsannáls í Englandi og á Norðurlöndum, og frá ýmsum löndum öðrum mun svipaða
sögu að segja. Eins og sjá má af skrá þessari hafa þýðingar á bókum Halldórs Kiljans Laxness þegar
birzt á þessum málum að minnsta kosti: dönsku, ensku, finnsku, frönsku, hollenzku, japönsku, norsku,
orija-máli, pólsku, rúmensku, rússnesku, serbnesku, slóvakisku, slóvenisku, spænsku, sænsku, tékkn-
esku, tyrknesku, ungversku og þýzku. Eintakafjölda hinna þýddu bóka er ekki getið hér, enda engin
vitneskja fyrir hendi, en þess má geta að sænska útgáfan á fyrri liluta Heimsljóss sem kom út hjá
Folket i Bilds Förlag í Stokkhólmi árið 1955, var gefin út í áttatíu þúsund eintökum, og hafði þó
sagan áður komið út á sænsku.
Á. Hj.