Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 187
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON:
Peter Hallberg
og rit lians um Halldór Kiljan Laxness
Þegar Sænska akademían hafði veitt
Halldóri Kiljan Laxness bókmenntaverð-
laun Nóbels 27. október 1955, var dr. Peter
Hallberg fenginn til aS flytja fréttaauka um
skáldiS í sænska útvarpiS, og nú hefur ver-
iS til hans leitaS um ritgerSir af þessu til-
efni, bæSi handa tímariti Hins íslenzka bók-
menntafélags, Skírni, og Árbók Landsbóka-
safns íslands, eins og raun ber vitni, enda
er Peter Hallberg tvímælalaust lærSastur
manna á verk Laxness, mestur sérfræSing-
ur, sem uppi er, á þau efni. Hann er því svo
þekktur flestum íslendingum, aS varla þarf
aS kynna hann, þótt hlýSa þyki aS leiSa
hann í garS Árbókar Landsbókasafns
nokkrum orSum, og er þeim, sem þessar
línur ritar, ánægja aS fá aS verSa til þess.
Dr. phil. Peter Hallberg dósent er fæddur
25. janúar 1916 í Gautaborg, þar sem faSir
Peíer Haltberg hans var menntaskólakennari. AS loknu
stúdentsprófi 1934 lagSi hann stund á
norræna málfræSi og bókmenntir viS Gautaborgarháskóla, og þá kom hann til íslands
fyrsta sinn sumariS 1936 til aS sækja námskeiS í íslenzku fyrir NorSurlandastúdenta,
sem haldiS var aS tilhlutan Háskóla Islands undir forustu SigurSar Nordals og stóS
aSalIega aS Laugarvatni. Þarna hittumst viS Peter Hallberg fyrst, ungir stúdentar, og
þetta ánægjulega mót mun verSa ógleymanlegt okkur öllum, sem þátt tókum í því, auk
þess sem þar knýttust ýmis þau vináttubönd, sem hafa ekki brostiS síSan. Eftir nám-
skeiSiS dvaldist Hallberg hér enn um mánaSartíma á Hvítárbakka í BorgarfirSi, svo aS
hann kunni þá íslenzku þegar býsna vel, er hann hvarf héSan aS þessu sinni, þótt lítiS
væri hjá því, sem síSar hefur orSiS.