Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 191

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 191
BENEDIKT S. BENEDIKZ : Ensk háskólabókasöfn og íslenzk fræði í enskum háskólum er íslenzka venjulega kennd sem aukagrein við enska eða þýzka tungu og eigi meira en samsvarar undirbúningskennslu í fornmálafræði. Fæstir hinna nýju háskóla hafa því lagt sig í framkróka við að safna íslenzkum bókum og eiga ekki nema allra nauðsynlegustu handbækur og fræðilegar ritgerðir. En þó að yfirleitt sé ekki feitan gölt að flá, ef leitað er íslenzkra bóka í enskum háskólabókasöfnum, eru eigi að síður til nokkrar heiðarlegar undantekningar, og skal nú litið fljótlega á bókakost þeirra frá sjónarmiði bókfræðingsins. Eru það háskólarnir í Oxford, Cambridge, Leeds og London, sem hér koma til greina. íslenzkur bókakostur háskólans í Oxford er talsverður, þegar allt hefir verið tínt saman, en hann er dreifður á marga staði. í aðalbókasafninu, hinu fornfræga Bodleian Library, liggja tvenn handritasöfn, sem enn eru svo að segja ókönnuð. A. m. k. hefir sá, sem þetta ritar, ekki orðið þess var, að neinir hafi notar þau að ráði. Er þar fyrst að telja hluta af handritasafni Finns prófessors Magnússonar, en þar kennir margra grasa. Þar er handrit það af kvæðum Sigurðar sýslumanns Péturssonar, sem Finnur skrifaði undir eftirliti höfundar. Fer Guðbrandur Vigfússon þeim orðum um handritið í athuga- semd, er hann hefir skrifað með blýanti í skrá þá hina latnesku, er Finnur lét prenta um Bodleian-handritin, að það sé að miklum mun betri heimild en Reykjavíkurútgáfan 1844—46. Þar eru einnig latnesk sendibréf síra Stefáns skálds Ólafssonar í Vallanesi með eigin hendi hans, og ýmsar skræður með rímum og kvæðum seinni alda skálda, sem lítt hafa verið athugaðar nema af þeim frændum, Guðbrandi Vigfússyni og dr. Jóni Þorkelssyni yngra. Gerði þá Guðbrandur ýmsar athugasemdir við hina fremur raup- sömu skrá Finns, og mun að jafnaði mega treysta þeim betur en lýsingum skrárinnar. Hitt íslenzka handritasafnið í Bodleian, sem máli skiptir, er bréfa- og skjalasafn Guð- brands Vigfússonar, en það mun að mestu ókannað. Er þar margt er varðar íslenzka fræðimennsku og persónusögu 19. aldar. Af prentuðum bókum íslenzkum á háskólasafnið ekki mikið og eru þær mjög á stangli. Þó eru þar öll rit Arngríms lærða í góðum eintökum, að því er virðist, einnig biblíur Guðbrands, Steins og Hendersons og flestar hinar elztu útgáfur fornbókmennta vorra. Þá er þar geysimikið safn eftirmælakvæða frá 19. öld, sem safnið keypti eftir Guðbrand Vigfússon.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.