Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Page 91

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Page 91
ÆVIÁGRIP SIGHVATS GRÍMSSONAR BORGFIRÐINGS FRAM TIL 27. DES. 1892 EFTIR SJÁLFAN HANN1 Sighvatur Grímsson Borgfirðingur er fæddur á Nýjabæ á Skipaskaga í Borgarfjarð- arsýslu þann 20. desbr. 1840. Foreldrar hans voru fátæk þurrabúðarhjón, Grímur Ein- arsson, ættaður úr Borgarhrepp, og Guðrún, dóttir Sighvats bónda í Bóndhól í Borgar- hrepp, Jónssonar, er dó áttræður á Hávafelli í Dölum, Guðbrandssonar, og Þórunnar Jónsdóttur Illugasonar. Sú ætt er fjölmenn mjög um Dali og Mýrar og liggur beint til Gísla lögmanns Þórðarsonar á Innra-Hólmi, til Lofts ríka á Möðruvöllum, til Bjarnar riddara ríka, til Reyknesinga, til Jóns biskups Arasonar o. fl. o. fl. Þau Sighvatur og Þórunn áttu fimmtán börn, og er frá þeim komin fjölmenn ættkvísl. Ætt Gríms Einars- sonar er með öllu ókunnug; faðir hans drukknaði, en Margrét móðir Gríms var systir Guðlaugar, þriðju konu Ásmundar í Elínarhöfða, sem fjölmenn ætt er frá komin. Grímur var um tuttugu ár vinnumaður Magnúsar conferenzráðs í Viðey og síðan vinnumaður Stefáns Gunnlaugsens (síðar landfógeta), er þá bjó í Belgsholti, og fór þaðan út á Akranes. Voru þau Grímur og Guðrún þá gift orðin, áttu þau saman fimm börn alls: 1. Einar, fæddur 1830; 2. Guðrún, fædd litlu síðar, dó ógift 1869; 3. Jón og 4. Margrét, sem dó ung; 5. Sighvatur. Hann ólst upp með foreldrum sínum við fá- tækt mikla, til þess faðir hans dó 1851, en var síðan með móður sinni, til þess hún dó á góuþræl 1859, 59 ára gömul. I æsku vandist Sighvatur við að læra bóklestur á prent- 1 Lbs. 3623 8vo. Stafsetningu höfundar er hér að nokkru haldið. — Sighvatur lézt 14. jan. 1930, 89 ára gamall. Ilann hafði frá 1906 hlotið árlega dálítinn h'feyri af fé Landsbókasafns gegn því, að safnið fengi að honum látnum handrit hans. Þau reyndust, þegar til kom, 177 bindi, flest uppskriftir hans sjálfs. Kveður þar mest að Prestaævum lians í 22 bindum og Daghókum í átta bindum, og sjá- um vér þau verk á myndinni hér að ofan. — Kristján Magnússon tók þessa mynd og aðrar, sem birt- ar eru í árbókinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.