Frjáls verslun - 01.03.1946, Side 7
VERZLUNARSKÓLABÁI. KUR
að þeir hafa ráðið vel ráðum sínum. Það er
skemmst frá að segja, að Vilhjálmur Þ. Gíslason
er og hefur verið afburða vinsæll skólastjóri, og
veit ég að fáir eða engir munu véfengja það, allra
sízt nemendur hans, því hann hefur sem sé einnig
liaft með höndum umfangsmikil kennslustörf
innan skólans. T. d. er íslenzkukennslu hans við
brugðið sem fyrirmyndarkennslu, og mun sú
vera reyndin, að nemendur hans njóti þá ekki
einungis fræðslu heldur blátt áfram ununar.
Vilhjálmur kann h'ka listina að stjórna. Er það
þó áreiðanlega ekki vandalaust verk, á jafn fjöl-
mennunr stað og Verzlunarskólinn er. Skóla-
stjórn Vilhjálms er einkennd af festu, skapstill-
ingu og glaðlyndi — aldrei af bráðræði, ofstæki
eða harðúð. Honum þykir vænt um nemendur
sína og sýnir þeinr nrargskonar umhyggjusemi.
Hann hefur alla tíð látið sér mjög annt um hag
skóla síns, enda hefur skólinn tekið stórfelldunr
framförum undir handleiðslu lrans. Stærsta fram-
farasporið mun óefað vera stofnun lærdónrsdeild-
ar skólans, og þau réttindi, að fá að brottskrá
istúdenta, senr síðan eiga beinan aðgang að há-
skólanánri. Fyrir þessu takmarki hafði Vilhjálm-
ur barizt unr nokkur ár, og því ber lionunr vænst-
ur skerfur af heiðrinum.
Auk skólastjórnar sinnar Irefur Vilhjálmur
fengizt nrikið við fræðistörf og ritstörf, og liggja
eftir lrann margar bækur, frumsanrdar og þýdd-
ar. Er hann vafalaust einn nreð bókvísustu mönn-
unr á landi hér. Hann er einnig góðkunnur út-
varpsfyrirlesari og starfar að mörgum félagsnrál-
um. — —
Nenrendafjöldi Verzlunarskólans hefur svo að
segja farið árvaxandi, og er nú eftirspurn eftir
skólavist orðin langtum nreiri en húsrými skól-
ans leyfir, og sanra er að segja unr eftirspurn eftir
verzlunarnrenntuðu fólki. Það er því augljós og
knýjandi nauðsyn að lrefjast handa unr nýja
skólabyggingu. Nokkuð fé til þeirrar franr-
kvæmdar lrefur þegar safnazt, fyrir tilstuðlan
Nemendasanrbandsins og fleiri aðila, en ekki
virðist vera nægur kraftur í þeirri fjársöfnun.
Verzlunarstéttinni verður að skiljast, að hún
dregst aftur úr rás tínrans, ef hún vanrækir að
viðlralda og efla menntastofnun sína og gera
lrenni auðið að svara réttmætum kröfum og þró-
un samtíðarinnar. Ég vil því eindregið skora á
skólaráð Verslunarskólans, N enrendasanrbandið,
alla skólanemendur, eldri og yngri, alla kaup-
sýslunrenn, allt verzlunarfólk — senr sagt alla ís-
lenzka verzlunarstétt — að hefjast nú enn fleiri
handa unr að konra byggingarnráli skólans í höfn.
Með sterku átaki á það að geta lánast á 2—3 ár-
um. Engunr er þessi þörf augljósari en skólastjór-
anum sjálfum. Hann lrefur nrargoft rætt unr að
úrbætur á þessu sviði væru bráðnauðsynlegar.
Síðast við skólaslitin í dag drap hann á þetta nrál,
og hinunr sanngjörnu tihnælum hans verður
verzlunarstéttin að sinna.
Ekki vil ég skilja svo við þennan stað og stund,
að ég ekki minnist einnig liúsmóðurinnar í
Verzlunarskólanunr, frú Ingileifar Arnadóttur
Gíslason, konu skólastjórans. Hún hefur ávallt
verið nranni sínunr samhent um velgengni skól-
ans og hag nemenda. Allir geta gert sér í liugar-
lund það ónæði og hávaða, sem hlýtur að vera
samfara 300—400 ærslafullunr unglingum, senr
stunda nám á öllum tímum dagsins, frá árla
nrorgni til síðla kvölds — og franr á nætur, þegar
skólaskenrmtanir eru haldnar. Þrátt fyrir þetta
lreyrast aldrei æðruorð frá frú Ingileifu. Þau
hjónin virða gáska æskunnar á lrinn betra veg-
inn og vita vel unr gildi gleðinnar og lrlátursins
fyrir langlífið.
Að svo nræltu vil ég færa þeinr lrjónunum
þakkir Nenrendasanrbands Verzlunarskólans fyr-
ir framúrskarandi velvild í garð nemenda — og
jafnframt árna þeim góðra lieilla í allri framtíð,
með von unr að skólinn fái að njóta þeirra enn
unr langan aldur, og hann vaxi af þeim og þau
af honunr.
Það kannast allir við táknið V, senr þýðir
„victory“ eða sigur. Ég vil nú í kvöld gefa því
svolítið yfirfærða nrerkingu — þríþætta — og er
þá þetta V upphafsstafur þeirra sigurvegara, senr
hér er að minnast. Þeir eru: Verzlunarskólinn,
Vilhjálmur og vinsældir þeirra.
Ég bið nú alla viðstadda að rísa úr sætum
og mynda V-táknið, og lrrópa nífalt skólahúrra
fyrir Verzlunarskólanum, Vilhjálmi Þ. Gislasyni
og konu hans og vinsœldum peirra allra. Þau
lengi lifi!
Baldur Pálmason.
FRJÁLS VERZLUN
55