Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Síða 23

Frjáls verslun - 01.03.1946, Síða 23
NÝBREYTNI í HÚSAGERÐ Samkvæmt nýjum fregnum frá Bandaríkjunum, er nú a'ð liefjast þar stór-framleiðsla á nýstárlegri gerð tilbúinna húsa. Utan frá að sjá líkjast þau lítið venjulegum húsum, en minna iillu heldur á ávaxtaskál á hvolfi. Þau eru hyggð úr aluminíum og er haldið uppi af einni stoð úr stáli, sem er reist á traustri undirstöðu um miðbik hússins. Ofan á þessa stoð er fest stór- eflis hettu, sem snýst fyrir vindi og er til loftræstingar. Vegg- irnir eru því ekki undirstaða hússins, heldur er þeim haldið uppi. Frá aðalstoðinni liggja stálvírar, sem styðja þakið, vegg- ina og gólfið, sem er um það bil fet frá jörðu. Vírendarnir eru svo grafnir í jörðu. Innanhúss eru mörg rúmgóð herbergi: tvö svefnherhergi, tvö haðherbergi, stór dagstofa og eldhús. Þar eru líka inn- byggðir skápar, sem eru þannig gerðir, að á þeim er op í axlarhæð, og á hak við það eru hillur, sem festar eru á snúru. Sé ýtt á hnapp hreyfast hillurnar eftir snúrunni, fram hjá opinu. Það eru þrír slíkir skápar í hverju húsi, og er í þeim nægilegt rúm fyrir þvott, ytri fatnað og hækur. Hitaleiðslum og lofthreinsunartækjum er komið fyrir á mjög haganlegan hátt. Húsin eru lýst með óbeinni lýsingu. unni og lest asnalegar skáldsögur, í stað þess að hirða um þitt eigið heimili. Svo kem ég þreyttur heim af skrifstofunni og verð að hafa alla þesssa óreglu fyrir augunum. Það er óþolandi!“ „Er það nú eitt rifrildiskastið enn“, hrópaði frú Flys. „Ég er fyrir löngu orðin þreytt á þessu. Þú hefðir sannarlega átt að giftast ryksugu, í staðinn fyrir heiðarlegri konu, eins og ég er“. „Já, alveg rétt“, sagði forstjórinn liiturlega. „Einmitt. Það Iiefði þó verið stór munur á“. „Þú kemur sífellt með kvartanir og aðfinnslur", sagði frú Flys. „En við gelum skilið að fullu og öllu núna á stundinni, ef þú kærir þig um. Ég heimta hara viðunandi lífeyri, skal ég segja þér. Ég læt ekki slíkan nöldurssegg, sem þig, leika á ■mig allt mitt líf. Þú gengur með hreingerningarbrjálæði. Þú ert tilfinningalaus og harðhrjósta, og þú getur sjálfur farið fram í eldhús og þvegið upp, og á eftir geturðu skrúhhað allt, hátt og lágt, eins lengi og þér sýnist, úr því að ég get ekki gert það nógu vel. Og hana nú!“ Með þessum orðum þeytti frú Flys frá sér bókinni og reis á fætur. Ilún kastaði heiftarlegu augnaráði til eiginmannsins, um leið og hún kjagaði fram í eldhúsið og tók að hjástra við hádegisverðinn. Forstjórinn gekk inn í herbergi sitt, opnaði skúffu í skrif- borðinu, tók þar fram fægiklút og byrjaði að strjúka rykið af húsgögnunum. Það skyldi þó vera regla á hlutunum í hans eigin herhergi, hvað sem tautaði og raulaði. Hann tók ösku- hakka og skrautstyttur og fægði það allt, eins og frekast var unt. Svo opnaði hann gluggann og dustaði klútinn. Að því loknu kveikti hann aftur í vindlinum, sem slokknað hafði í, settist í hægindastól og beið þolinmóður eftir hrenndu steikinni. Enn sem komið er hefur aðeins ein verksmiðja framleiðslu- rétt á húsum þessum, og hýst hún við að afkasta smíði 200 húsa á dag, í byrjun næsta árs. Þetta er fyrrverandi flugvéla- verksmiðja. Fyrirhugað er að fleiri slíkar verksmiðjur fái samskonar réttindi, og er gert ráð fyrir að framleiðslan verði 185000 hús á ári, áður en langt líður. • Þessi nýja húsagerð liefur vakið geysilega athygli í Banda- ríkjunum og almenna hrifningu. Einn höfuðkosturinn við húsin er, hve ódýr þau eru. Þau kosta $ 6.500.00. Þau eru mjög létt í vöfum og meðfærileg og valda því hvorki erfiðleikum í flutn- ingi né óhæfilegu flutningsgjaldi. Eitt slíkt hús er aðeins 3 tonn að þyngd. En þau hafa einn slæman ókost, eins og flest tilbúin hús, þ. e. að skipulagsráðin veita ekki leyfi til að reisa þau I stærri borgum. ~ • Húsameistarinn, sem teiknaði þetta hús, heitir Buckminster Fuller, og er það við hann kennt. (Hér fylgja myndir af húsi þessu, utanhúss og úr dagstofu hússins). FRJÁLS VERZLUN 71

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.