Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 1
12. ARG. 3.-4. HEFTl - 1950.
Það vantar ekki að spáð sé illa fyrir efnalegri velgengni okkar, eins og
nú standa sakir. Ef unt vœri að bjarga því, sem bjarga þarf með hraklegum
forspám í blöðum og útvarpi, vœru engin vandrœði fyrir höndum.
Ef marka mœtti þessar illspár ýmsra ráðamanna okkar œtti þó að mega
álykta að þessir sömu menn hefðu gert sér ljóst, hvar við raunverulega erum
staddir og ef til vill líka hvað hefur valdið því að svo er komið sem komið er.
En fyrr en menn hafa gert sér ljósar ástœðumar fyrir ófarnaðinum er þess
ekki. að vœnta að breytt sé um stefnu.
En ef litið er til þeirra manna sem verstu hafa spáð er mikill vafi á að þessir
menn hafi raunverulega skilið orsakir þess sem miður fer og enn vafasamara
er þó hvort þeir séu þess umkomnir að bœta úr nokkru.
i þessu sambandi er vert að Jíta á eina staðreynd:
I nœr því 20 ár höfum við búið við margvísleg höft í viðskiptum og athafna-
lífi landsins. Þau höft hafa vaxið úr mjóum vísi og upp í að ná til alls rekst-
urs landsmanna. Kóróna þessarar stefnu er áœtlunarbúskapurinn, sem við
höfum stofnað til.
Hver er svo árangurinn? Svarið við þessari spurningu er allstaðar. Það er
ekki aðeins handbœrt, ef litið ér til gjaldeyrisskortsins í bönkunum eða efnis-
skortsins í iðnaðinum. Svarið má líka sjá á heimilum borgaranna, hvar sem
komið er.
Nú segja sjálfsagt margir að tuttugu ára haftastefna eiqi ekki sökina, þar
komi margt annað til, svo sem stonuUr atvinnuveair og f'eira. En þrátt fyrir
það þó viðurkenna verði að við búum við stopula framleiðslu þá er ómót-
mœlanlegt að haftastefnan er sú orsökin, sem mest ber á ef rétt er skoðað.
Ahrif hennar sem ekki aðeins fjármunaleg heldur líka sálarleg og það and-
streymi, sem við berjumst við oq birtist í margskonar spihingu á rót sína að
rekja til þessarar stefnu. En ráðamenn okkar sýnast ekki vera fljótir til að
viðurkenna að haftastefnan hafi beðið skipbrot. Við sjáum engin merki þess
að breytt verði um til frjálsara fyrirkomulags á sviðum atvinnumálanna. Við
sjáum ekki örla á neinni byrjun, hvað þá meira.
Hraksoár eru lítilsvirði. Hitt er meira virði að fara að viðurkenna að rangt
hafi verið stefnt og snúa beri við.
Ef ráðamenn okkar hefðu kjark til slíkra játninga vœri mikið unnið en hitt
getur aftur verið vafa blandið hvort sömu mennirnir og leiddu okkur út í
ófamaðinn séu menn til að leiða okkur út úr honum aftur.