Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Side 3

Frjáls verslun - 01.04.1950, Side 3
leyiði sér að taka sér það vald að ákveða hve mikinn hluta hver verzlun skyldi fá af vörum landsverzlunarinnar. Hverjum og einum var frjálst að kaupa el'tir vild og getu. Samkeppni um innanandsverzlunina var því með eðlilegum liætti. Gjaldeyriserfiðleikar urðu að vísu allmiklii á þessum árum og eftir að stríðinu lauk, en verzl- unin var látin afskiptalaus af ríkisvaldinu og allt lagaðist af sjálfu sér. Að vísu fóru nokkrar verzl- anir á höfuðið, bæði vegna mikils verðlalls, er varð á útlendum vöruni og af ýiiisum orsökum, t. d. ógætlegra innkaupa. En þetta hafði vitanlega engin áhrif á heildarvérzlunina og brátt leið að því að svipaða verzlunarhætti var hægt að taka upp og verið höfðu l’yrir 1914. Þar með sannaði verzlunarstéttin, að hún var hlutverki sínu vax- in og að allt féll í ljúfa löð, af því að verzlunin var látin alskiptalaus af ríkisvaldinu. En svo skall ólánið yfir. Framsóknarflokkur- inn náði völdum í landinu 1927, á þeim forsend- um að þjöðin þyrl'ti að spara, of miklu væri eytL, skuldirnar of miklar, höiðu þær þó lækkað mjög á árunum á undan, á stjórnartíma íhaldsflokks- ins og efnahagsþróunin eðlileg og góð. En „allt er betra en íhaldið", sagði Framsókn og allveru- legur hluti þjóðarinnar trúði því. Það var ekki erfitt á þe in tímum að telja bændum trú um. að það þyrlti að spara. En hvað gerði nú Framsókn- arflokkurinn, þegar hann hafði náð vtildum? Sparaði liann? Nei, því miður. Þvert á móti rann upp sú mesta eyðsluöld, sem ennþá hafði þekkzt á ísla>ndi. Að vísu voru skólar byggðir og brýr, og veg'r lagðir o. s. frv., en svo mikið var lagt í allskonar óarðberandi framkvæmdir hins opin- bera, að meira var að gert en efnahagur þjóðar- innar þoldi. Erlendar og innlendar skuldir juk- ust stórkostlega og ríkisbáknið blés út, og þegar Iieimskreppan skall á um 1930, var þjóðin illa undir það búin að mæta henni. Verzlunim átti erfitt uppdráttar, atvinna minnkaði í landinu og verðfall varð á framleiðsluvörum þjóðarinnar og þar af leiðandi minnkandi gjaldeyristekjur. Þetta konr hart niður á allri verzlun þjóðariinnar, ekki síður kaupfélögunum en kaupmönnum. En nú fékk verzlunarstéttin ekki neitt tækifæri til að sýna mátt sinn í að bjarga málunum. Þetta erf'ða ástand í verzlunarmálunum var eins og sending af lúmnum of'an fyrir Eramsókn og kaup- félagaforkólfana. Nú var hægt að slá tvær flugur í einu höggi, bjarga kaupfélögunum úr krepp- FRJÁLSVERZLUN unni og losa þau vð sanikeppni kaupmanna, sem Iiafði valdið Jreim miklum örðúgleikum fram að þessu. Og til þess várofur einfalt ráð. Undir því yfirskini að spaia þyrfti gjaldeyri þjóðarinnar, þurfti ekki annað en að setja á innflutniingshöft og beita þeim þannig, að auka stöðugt hlut kaup- félaganna í verzluninni og minnka lilut kaup- manna að sama skapi. Þetta bjargráð Eramsókn- ar tókst piýðilega. Allt tímabilið fram á fyrstu ár heimsstyrjaldárinnar síðari, réði Framsóknar- ilokkurinn raunverulega' innflutningsmálunum og misbeitti valdi síiiu svo harkalega, iið méstu furðu gegnir að ekki skyldi takast að evðileggja kaupmannaverzlunirla til fulls. Sern dæini má nefna, að á einum stað, þar sém ekki var nema ein byggingarvöruverzlun, önnuf en kaupfélag- ið, var innflutningur þeirfar verz.lunar 1940 kom- in niður í h. u. b. 1/5 hluta þess, er hann hafði verið laust eftir 1930. Verzlun kaupfélagsins með hyggingarefni hafði stóraukist. Með öðrum orð- um 4/5 lilutar iinnflutnings þessarar verzlunar hafði Framsóknarstjórn verzlunarmálanna tek- ið og fengið í hendur kaupfélaginu í gegnum höftin. Þetta er að sjálfsögðu ekkert éinsdæmi, svona mun það hafa verið um allt land og í ýms- um vörugTeinum. Þegar Viðskiiptaráð er svo stöfnað og innflutn- ingskvóti verzlananna ákveðinn, var m;ðað við meðalinnflutning 5 s. 1. ára (1938—1942). Þessi grundvöllur var vitanlega alrangur, því að þá er Framsóknarflokkurinn búinn að vinna að því í áratug að flytja innflutninginn í hendur kaup- lélaganna, gegnuin höfdn, eim.s og áður er lýst, Um þetta leyti rann að vísu upp .allhagstætt tímabil fyrir verzlunarstéttina og höltunum ekki mjög beitt, en þó var verzlunin ekki gefin frjáls, meðal annars líklega l'yrir það, að ekki voru mikl- ar vörubirgðir í landinu, enda hafði Framsókn tekizt að hindra það að keyptar væru góðar og ódýrar vörur til landsins, meðan þær var að lá, því að á þeim árum sá hún engin verðmæti önn- ur en sterlingspund. Tjón það, er hlauzt af þessu rangsýni Framsóknar er og verður óútreiknanlegt og með'al annars stuðlaði að því, að höftunum var ekki aflétt í það skiptið. Samtímis þessu hafði almenningur mikið fé milli handa og þar eð vörubirgðir voru takmark- aðar og erfiðleikar á að fá þær nógu fljótt, þótt leyfi væru fyrir hendi, var ekki hægt að fullnægja eftirspurninni. Þá var forsómað að gera þá ráð- stöfun, sem mundi hafa orðið þjóðinni happa- 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.