Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Qupperneq 4

Frjáls verslun - 01.04.1950, Qupperneq 4
drjúg og hefði komið að góðu liði til að minnka 'eftirspurnina eftir vörum, sem ekki var hægt að útvega nógu fljótt. Hefði þá verið fyrirskipaður skyldusparnaður, hefði e. t. v. verið hægt að koma á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar og þar af leiðandi skapast möguleikar á að af- nema höftin. Ég er að vísu ekki hagfræðingur, en frá mínum leikmanns bæjardyrum séð, lítur Jretta þannig út. Ef jretta hefði verið gert, ættu margir nú góðar inneiignir af Jrví fé, sem fór í alls konar eyðslu, meira og minna ónauðsynlega. Haustið 1947 var svo gerð ráðstöfun, sem kói’- ónar allar þær óheppilegu ráðstafanir, sem hing- að til höfðu verið gerðar. Skömmtun á vefnað- arvöru o. I'l. var skellt á. Áður hafði verið nokk- uð jöfn og róleg verzlun með vefnaðarvörur, eftirspurninni að miklu leyti fullnægt, a. m. k. vandræðalaust. Seinni hluta sumars fór svo að kvisast að fara ætti að skammta vefnaðarvörur og loks trúði fólkið Jressu, með þeim afleiðing- um, að það varð gripið hreinu hamstursæði. Þá brugðust stjórnarvöld landsins einu sinni enn i verzlunarmálunum. I stað þess að stöðva hamstrið strax í byrjun, með Jrví einfalda ráði að gefa út. yiirlýsingu um Jrað, að vefnaðarvörur yrðu ekki skammtaðar, létu Jrau málið afskipta- laust, meðam þjóðin ruplaði allar verzlanir í landrnu, og notaðii svo tækifærið til að setja á skömmfun, sem alls ekki hefði þurft, ef rétt hefði verið að farið, og sem síðan, fram á þennan dag, liefur orðið })ess valdandi, að fullkomin jmrrð hefur verið á vefnaðarvörtnn og argasta svarta- markaðsbrask hefur þróast í skjóli skömmtunar- innar með vefnaðarvörur. Ekki er hægt að skiljast svo við þennan þátt, að minnast ekki á framkvæmd skömmtunariinn- ar, einkum í byrjun. Nokkru áður en skömmt- unin hófst, var öllum verzlunum fyrirskipað að skrifa nótur yfir allar þær vörur, er búast mátti við, að yrðu skammtaðar og úti voru látnar og káupandinn látinn kviitta fyrir. Jafnframt var látið í veðri vaka, að v'ð úthhlutun fyrstu inn- kaupaheimilda yrði tillit tekið til Jress, af hve miklum Jregnskap verzlanirnar tæku þessum ráð- stöfunum. Verzlanir muinu yfirleitt hafa orðið vel við þessu og samkvæmt fyrirmælum skömmt- unarstjórans voru allar Jressar nótur sendar til aðal-skömmtunarskrifstofunnar í Reykjavík. Hvað var nú gert með þessar nótur? Svarið er: Ekki neitt. Og á hverju var svo úthlutun fyrstu innkaupaheimildanna byggð? Á gömlu kvóta- reglunni, roeð' þeim árangri, að t. d. verzlun, sem ekki var stofnuð fyrr en á árunum sem kvót- inn er miðaður við (1938—1942) og hafði sama sem engan innflutningskvóta, en var búin að vinna sig Jjað upp á kvóta heildsalanna, að vöru- salan var komin yfir hálfa milljón árlega, var úthlutað í byrjunarinnkaupaleyfi 450 krón- um. Er hr. skömmtunarstjórinn var spurður að því hvers vegna skömmtunarskrifstofan væri yfirleitt nokkuð að skipta sér af skömmtuninni til verzl- ananna, svaraði sá herra Jtví, að það væri gert til Jjess að hlutur verzlana utan Reykjavíkur yrði ekki fyrir borð borinn. Meira öfugmæli var þó tæplega hægt að segja, Jjví að með þessu móti gátu verzlanir í Reykjavík l'engið strax út á síii byrjunarleyfi, selt vörurnar samstundiis, farið með skömmtunarmiðana, sem fengust fyrir þær, beina leið inn á heildsölurnar í Reykjavík og fengið strax út á þá og svo aftur koll af kolli, oft á dag og dag eftir dag, áður en innkaupaleyf- in voru komin í hendur verzlana úti á landi, sem þá áttu el’tir að senda Jiau til baka tiil Reykja- víkur, til þess að geta fengið vörur fyrir þau því að ekki var um að ræða að l'á svo mikið sem 1 metra af lérefti hjá heildsölum í Reykjavík þá dagana, öðruvísi en að skila iinnkaupalt’vfum eða skömmtunarm'ðum fyrirfram. Með því að nota þessa aðferð við úthlutun byrjunarleyfanna, voru því Reykjavík tryggðar nær allar þær vefn aðarvörur, sem Jrá voru óvenjulega miklar hjá heildsölunum. Þessi aðferð með nóturnar var gabb af verstu tegund, á engan hátt sæmandi nokkrum heið- virðum manni og allra sízt opinberri stofnun. Litlu betri er sá narraháttur, að láta senda til Reykjavíkur, núna eftir s.l. áramót, skömmtun- arseðla ásamt skýrslum, frá úthlutunarskrifstof- unni á Akureyri, í 7 tunnupokum. Það getur hver sagt sér sjálfur hvernig endurskoðunin á Jjeiirri sendingu fer fram. í stríðsbyrjun var stofnað Innflytjendasam- band matvörukaupmanna, með Jrað fyrir augum að komizt yrði hjá því að stofnuð yrði landsver/l- un. Þetta var að vísu lofsvert, en þó ekki nema að vissu marki, því að fljótt kom í Ijós, að inn í þetta samband fengu ekki að komast nema fá- mennur heildsalahópur, sem innflutningsyfiir- völdin löggiltu sem einkainnflytjendur á allri matvöru, er til landsins skyldi flutt, annarra en SÍS. Því var nú Jretta samband ekki í upp- 48 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.