Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 5
liafi svo írjálslega stofnað, að allir, sein liags- muna höfðu að gæta, í þessu sambandi, ættu kost á að verða þátttakendur? Hvaða öfl voru hér að verki, og hvernig stendur á því. að þessi eindkunarstofnun starfar enn í fullu fjöri, 5 árum eftir að styrjöldinni lauk og allar orsakir til starfrækslu hennar eru burtu fallnar? Lands- verzlunin gamla \ar þó upphafin skömmu eftir að heimsstyrjölldinni fyrri lauk. Innkaupasamband vefnaðarvörukaupmanna starfaði einniig á tímabilii. Það starfaði á svipuðum grundvelli og Impuni. Aðeins fáir voru þar að- ilar og starfsaðferðir þess ekki vel þokkaðar. Þetta samband er nú úr sögunni. Aninars hefur framkvæmd innflutningshaft- anna verið með endemum frá upphafi þeirra og til þessa dags. Ég er áður búinn að nefna hvern- ig innflutningurinn drógst viðstöðulaust úr höndum kaupmanna yfir á hendur kaupfélag- anna vegna misbeitingar Framsóknar á valdi sínu. Ég hef ei.nnig skýrt hve grundvöllur kvóta- reglunnar var rangur o. s. frv. En fleiri dæmi má enn nefna um framkvæmdamistök og rang- læti innflutningsyfirvaldanna. 'Til voru t. d. heildsalar er juku iinnflutning sinn stórkostlega á þeim árum, er innflutningurinn drógst við- stöðulaust yfiir til SÍS og kaupfélaganna. Hvern- ig mátti það ske? Á stríðsárunum, er innflutning- urinn var sem rýmstur, þaut hver heildsalan á fætur annarri upp í Reykjavík, en heildverzlun- um úti á landi, sem þó voru orðnar allgamlar, var svo að segja algerlega neitað um leyfi. Gaml- ar og vel reknar smásöluverzlanir fengu ekki leyfi nema af nrjög skornum skammti, samtímis því að nýjar verzlanir á sömu stöðum fengu eiins mikil og jafnvel meiri leyfi en gömlu verzlan- irnar, sem voru búnar að starfa í 20—30 ár og jafnvel lengur. En á öðrum stöðum, þar sem framtakssamir menn vildu stofna verzlanir og full þörf var fyrir þær, var algerlega neitað um nokkur leyfi. Einn ósiður virðist mjög hafa fest rætur. Ef einhverjiir roenn hlaupa saman og kalla sig innkaupasamband, fær þetta samband strax leyli. Hins vegar fá ekki gamlar verzlanir að halda áfrant að verzla með vörutegundir, sem þær hafa verzlað með í áratugi, aðeims vegna breyttra aðstæðna. Sem dætni má taka, að verzl- anir, sem mikla sölu höfðu í kolaeldavélum, fá ekki að verzla með rafmagnseldavélar, eftir að rafstöðvar hafa verið byggðar og notkunin á því breytzt úr kolaeldavélum í rafmagnseldavélar. Eðlismunur er þó engiinn á því að verzla með kolaeldavélar og rafeldavélar. Fyrir 2 árum varð það að samkomulagi milli heildverzlana annars vegar og smásalanna hins vegar, að vefnaðarvöruinnflutningurinn skyldi skiptast á milli þessara aðila á þann hátt, að heildsalan fengi 25% og smásalan 75%. Var þá ætlast til að miðað væri við meðalvörusölu 5 s.l. ára, á hverjum tíma. Viðskiptanefnd var falið að framkvæma úthlutun leyfanna á þessum grundvelli. En hvernig varð nú þetta í meðferð Viðskiptanefndar? Hún skipti leyfunum eins og um var beðið, 25% til heildsala og 75% til smá- sala, en bara ekki af meðalsölu 5 s.l. ára, held- ur lagði enn til grundvallar gömlu kvótaregluna um innflutning frá 1938—1942. Afleiðingin varð sú, að verzlanir, sem stofnaðar voru um 1940 og seilnna, fengu nú sama og engin feyli, frekar en áður, en af þeirn var tekinn sá kvóti, er þær voru búnar að innvinna sér hjá heildsölunum því að þeir máttu nú ekki láta af sínum kvóta, nema á móti þeim 75% leyfum, senr smásalan liafði. T. d. fékk verzlun, sem hafði fengið vör ur hjá heildsölum 1947 fyrir um 200,000,00 kr., nú aðeins fyrir um 20.000.00 árið 1948. Þetta kostaði sunrar þessar verzlanir lífið. Á stríðsárunum, er sem rýnrst var unr að fá leyfi, fengu heildsalarnir stundunr æði stórar sendingar af vörum, sem smásalarnir keyptu svo í heilu lagi. Heildsalimr sá unr að fá leyfið og smásalinn hugsaði ekki út í, að það gæti komið honunr síðar í koll, að hafa ekki fengið leyfi á sitt nafn. En þetta hefur í sunrum tilfellum halt þær afleiðmgar, að snrásalinn lrefur fallið út að heita má sem innflytjandi í sumunr vörutegund- unr, sem þó voru stór liður í verzlun þeirra. Sem dænri má nefna, að verzlun, senr í fjölda nrörg ár hafði eima stærstu verzlunina með veggfóður á öllu Norðurlandi, keypti á fyrstu stríðsárun- um gríðarstóra sendingu af veggfóðri af heild- sala í Reykjavík og slíkt hið sama 3 ár í röð, svo að lrún þurfti ekki á innflutningsleyfi að halda í nokkur ár, hefur nú svo að segja alger- lega verið þurrkuð út sem innflytjandi í vegg- fóðri. Sjálfsagt þykir, að ríkisstofnaniir og bæjarfélög fái innflutningsleyfi. Þetta virðist e. t. v. í fljótu bragði hagkvæmt fyrir þessar stofnanir, en mjög er þetta tvíeggjað, því að í fyrsta lagi sýnir reynsl- an, að útvegun slíkra stofnana á vörum verður jafnan óhagstæðari og kosta ankið mannahald, FKJÁLS VERZLUN 49

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.