Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Page 6

Frjáls verslun - 01.04.1950, Page 6
sem oft nemur meira en kostnaði, en sem svarar ágóðanum af lægri iinnkaupum. Auk þess missir ríki og bæjarfélög gjaldstofna skatta og útsvara. Hér á ég ekki viið, er um einstakar stærri fram- kvæmdir er að ræða, svo sem hafnargerðir og r a f vei t u byggingar. í reglunum fyrir álagningu er víðast getið þess hversu mikill hluti heildsalans og smásalans hvers um sig, skuli vera í heildarálagningu. Þetta er þó ekki, þótt undarlegt megi virðast, algild regla. Sem dæmi má taka, að á ÍDyggingarplötum, svo sem t. d. masonite, er aðeins ein álagning og innflytjandanum í sjálfsvald sett að skammta sniásalanum eftir geðþótta. I’essi álangingarregla lagði það í hendur eins heildsölufvriirtækis, um tíma á stríðsárunum, að taka fullan smásöluhagn- að al' öllu masonite, er í Reykjavík var selt, og hálfan beildarhagnað þess, er selt var utan Reykjavíkur. Allir sjá hve heiIbrigðir slíkir verzl- unarhættir eru. Er Fjárhagsráð var sett á stoln, var svo til ætl- ast, að það hefði hemil á fjárfestingunni. Hvern- ig -hefur nú þetta tekizt? É,g vil nú ekki vera svo ósanngjarn að lialda því fram, að því hafi -ekki tekizt að draga úr stærri framkvæmdum að ein- hverju leyti. En hvað t. d. íbúðarhúsabyggingum viðvíkur, held ég, að reyndin hafi orðið gagn- stæð tilganginum og er það e. t. v. vel iarið. En hvernig má nú þetta ske? Einfaldlega með þeim hætti, að þcgar ekki er hægt að fá einhvern hlut á frjálsan og eðlilegan hátt, sannar reynslan, að eftirspurn á honum margfaldast. Ihn leið og hömlur voru settar á byggingu íbúðarhúsa, urðu byggingarleyfi Fjárhagsráðs að verzlunarvöru, eða a. m. k. húsin, sem voru byggð samkvæmt þeim, og að svo eftirsóttri vöru, að talið hefur ver.ð öruggt að geta stungið 10—20 þúsundum í vasann, ief hægt værf að ná í fjárfestingarleyfi fyr- dr íbúðarhúsbyggingu. Af þessu leiðir það, að miklu fleiri umsóknir koma til Ejárhagsráðs um fjárfestingarleyfi, en eðlilegt er. Þess vegna er jrað, að þó að einhver úr Fjárhagsráði komi í útvarpið, jafnvel þó jrað sé formaðurinn sjálfur og segi, að umsóknir hafi, verið svo og svo margar, Fjárhagsráð hafi leyft aðeins helminginn og Jréss vegna hafi Jressi makalausa stofnun sparað svo og s\o margar milljónir í gjaldeyri, sannar það ekki neitt, því að enginn er kominn til að segja livað raunverulega hefði verið framkvæmt, ef allt hefði verið frjálst. Hvernig liefur svo úthlutnrt Jressara fjárfestingarleyfa verið varið? Hrein til- viljun virðist, stundum a. m. k., ráða. Menn, sem eiga góðar íbúðir fá leyfi og menn, sem enga möguleika hafa á að byggja, fá leyfi, en menn, sem geta byggt og eru raunverulega í mikilli Jrörf lyrir að fá þau, er synjað ár eftir ár. Þetta er eðlilegur hlutur, því að leyfunum er úthlutað af mönnum, ókunnugum staðháttum á hverjum stað, á skrifstofum í Reykjavík, en ekki af mönn- um kunnugum á staðnum, þar sem leyfin á að nota. Ég get ekk'i sleppt Fjárhagsráði svo fram hjá mér, að ég segi ekki lítið dáemi um afskiptasemi Jiess af vörudreifingunni. Það mun hafa verið á árinu 1948, að af steypustyrktarjárni, sem kom- ið var tiil Reykjavíkur, voru mér ætluð 50 tonn. Járn Jaetta átti að fara til viðskiptamanna m'nna, er ég hafði sanrið við um efnisútvegun til luisa- bygginga. Hvað varð nú um þetta járn? Áður en að því kom, að það yrði flutt norður, fyrirskip- aði Fjárhagsráð, að 28 tonn af því skyldi afgreitt tiil Klæðaverksmiðjunnar Gefjunar á Akureyri og 10 tonn til Síldarverksmiðja ríkisins á Siglu- firði. Afganginn, 12 tonn, átti ég svo að fá handa mínum viðskiptamönnum. Þó var nú einn galli á þessari gjöf Njarðar, því að Jregar járnið kom til Akureyrar kom í 1 jós, að helmingur Jiessara 12 tonna var svert, 16 og 19 nnn (einnig skipun Fjárhagsráðs) og því ekki nothæft í þær bygging- ar, sem til var ætlast, og komu Jrví ekki að gagni nema hér um bil 6 tonn af þessum 50, á þann hátt, er upphaflega var til ætlazt. Gjaldeyris- og innflutningsmálastofnun ríkis- ins er búin að hafa mörg nöfn frá byrjun og heit- ir víst nú Innflutnilngs- og gjaldeyrisdeild Fjár- hagsráðs. En Jressi stofnun, hvaða nafn sem hún hefur borið, hefur ætíð veriið |>ekkt fyrir óreglu í allr.i afgreiðslu, að undanskildu Jdví tímabili, er Svanbjörn Frímannsson var formaður Við- skiptaráðs. Erindum venjulega seint svarað og stundum aldrei, og er það eitt af því versta, sem hægt er að gera einum verzlunarmannii, því að verra er að fá ekkert svar, heldur en neitandi svar. Ekki veit ég hver eða hverjir eiga sök á slíkum afgreiðslumáta, en oft er ég lvsf verið staddur í Jressari stofnun, hef ég íurðað mig á 'því háttalagi, sem þar virðist alltaf hala verið. Það er engu líkara en að starfsfólkið sé í eltinga- leiik um skrifstofurnar, og svo þegar maður, eftir langa bið, stundum dögum saman, hefur náð viðtali við einhvern nefndarmanninn, er eng- inn fr-iður að tala við hann fyrir ónæði af skrif- 50 frjAi.s verzlun

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.