Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 8
á, er að verulegu leyti ennþá í gilcli. Yfirleitt eru engar fastar áætlanir fyrir millilandasiglingarnar við hafmrnar úti á landi og þess vegna sama um- hleðslufarganið í Reykjavík og var á stríðsárun- um. Þessu þyrfti að kippa í lag hið bráðasta. Eins og gefur að skilja lief ég, í svo stuttu máli', aðeins stiklað á nokkrum atriðum í þessum mál- um. Ef telja ætti upp allar ávirðxngar innflutn- ingsyfirvaldanna á nær tveimur síðustu áratug- unum, væri það óvinnandi verk, því að syndir þeiiTa eru legio. En svo að ég komi aftur að spurningunni, er ég kastaði fram í byrjun máls míns, hvernig á því stæði, að verzlunin er komin í það öngþveiti og þá niiðurlægingu, sem hún er nú í, þá er svar- ið áðeins eitt. Það er innflutnmgshöftunum og engu öðru en innflutningshöftunum að kenna, að komið er, sem kormð er, og ráðið út úr ó- göngunum er eitt og aðeins ent, það er að af- nema innflutningshöftin. £g veit að sagt verður, að ennþá sé ekki hægt að afnema höitiin. Það verðr ekki hægt fyrr en jafnvægi hefur fengiz.t í efnahagsmáiunum. Ég veit, að jafnvel einfægustu fylgismenn frjáls inn- flutnings trúa þessu, og skal ég sætta mig við dóm hagfræðinga okkar í því efni, en þangað til verður það að vera ófrávíkjanleg krafa verzl- unarstéttarinnar, að höftunum verði beitt rétt- látlega, svo sem frekast er unnt. En takmarkið er frjáls verzlun. Stutt athugasemd Ritstjórn Frjálsrar Verzlunar hefur sýnt mér þá velvild, sem framkvæmdastjcira Innflytjenda- sambandsins, að sýna mér það úr erindi hr. Tóm- asar Björnssonar, sem fjallar um Innflytjenda- sambandið, og leyft mér að gera atlhugasemd eða gefa skýringu. Rann ég lienni beztu þakkir fyrir. Þessi iinjóðsyrði í garð Innflytjenclasambands- ins geri ég ráð fyrir að sprottin séu af vanþekk- ingu og utanaðkomandi áhrifum frekar en ili- girni, þ\'í að engin viðskiipti hefur Tómas Björns- son haft við það og sýniilega iitia þekkingu á starfsemi þess. Innflytjendasambandið er stofnað í stríðsbyrj- uin í samráði við þáverandi ríkisstjórn, átti það að annast innflutning á kornvörum, kaffi og sykri. Síðar var því falinn innflutningur á á- vöxtum, nýjum, niðursoðnum og þurrkuðum. Líklega vegna þess að það sýndi sig, að hagkvæmt var að láta þessa stofinun annast innkaupin. Innflytjendasambandiið var ekki og er ekkí nein einokunarstofnun. Það stóð í upphafi og stendur enn opið öllum, sem flutt hafa til lands- ins þessar vörur á árunum 1937—1939, og í réttu hlutfalli við influtnfng þeirra á þessu tímabili. Sumir þátttakendur í Innflytjendasamltandinu eru í dag ekki ánægðir með þetta fyrirkomuiag, en allir eru sammála um að því verði ekki breytt rneðan samband.ð starfar. F.n hvers vegna hefur það ekki verið lagt niður eilns og landsverzlunin forna? Af þeirri einföldu ástæðu, að það hefur ekki verið hægt. Landstjórn, hverjir sem hana hafa skipað Jtefðu vart leyft það og bankar ekki lieldur, því að allir, sem til þekkja, gera sér grein fyrir því, að Innflytjendasambandið hefur sparað þjóðinni tugi þúsunda í erlendum gjaldeyri. Allir þátttakendur Innflytjendasambandsins eru unnendur frjálsrar verzlunar og eiga þá ósk eina, að geta lagt Innflytjendasamabandið niður sem allra fyrst, en Jiingað til hefur slíkt ekki verið taliið fært. M. K. Árið 1948 unnu 3 ullarverksiniðjur úr 351 tonni af ull (245 tonn 1947) og framleiddu 212 tonn af lopa (130 tonn 1947) og 44,8 tonn af ullarbandi. þar með talið kamgarn (34,1 tonn 1927). Sama ár framleiddu 2 verksmiðjur 85,026 metra af um þa'.) bil 140 cm. breiðu fataefni, en árið 1947 nam fram- leiðslan 66,676 metrum. • Á árinu 1948 voru soðin niður 105,9 tonn af kjöti |85,7 tonn 1947) og 48,4 tonn af grænum baunum (21,6 tonn 1947). Húgbrauðsgerðin lt/f., sem tók til starfa á miðju ári 1948, framleiddi 241,5 tonn af rúgbrauði, 115 tonn af normalbrauði og 38 tonn af hrökkbrauði. • Árið 1948 framleiddu sælgætisverksmiðjur lands- in 58 tonn af súkkulaði (153 tonn 1947), 95,2 tonn af brjóstsykri (50,5 tonn 1947), 56 tonn af karamell- um (74 tonn 1947), 138 tonn af konfekti og konfekt- vörum (194 tonn 1947) og 8.7 tonn af lakkrísvörum (11,2 tonn 1947). 52 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.