Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Side 9

Frjáls verslun - 01.04.1950, Side 9
BIRGIR KJARAN, hagfræðingur: Fríverzlun Marshall-landanna Erfiðleikar og úrrœöi. Eftir ófriðinn vofði efnahagslegt hrun ytir flestum ríkjum Evrópu. Vandamálin voru marg- þætt og aðkallandi, svo að úrræðin urðu að vera skjótvirk og haldgóð. Orsakir erfiðleikanna verða ekki raktar hér, en almennt lýstu þeir sér í því, að iðnaðarframleiðslan hafði gengið sam- an, skortur var á matvælum, iinneignir Evrópu- manna í öðrum heimsálfum voru gengnar til þurrðar, möguleikar þeirra til þess að afla þjón- ustutekna þverrandi, vaxandi halli á viðskipt- um við Bandaríkin og greiðslujöfnuður flesíra ríkjanna úr skorðum. Þá var það, að Marshall- aðstoðin kom til sögunnar. Hlutverk hennar var tvíþætt, að bæta úr bráðri neyð og konta á fjórum árurn fótum undir framleiðslu og við- skipti Evrópuríkjanna, þannig að þau gætu að þeim tíma loknum af eigin rammleik greitt úr erfiðleikum sínum og séð sér sjálf farborða. Lít- ilsgildir rnenn hafa viljað bregða Bandaríkjun- um um, að eigingjarnar hvatir liati gengið þeirn til, er þeiir buðu aðstoð sína. Það væri ómann- legt, ef Bandaríkin lrefðu ekki við samningu til- boðs síns haft einhverja hliðsjón af eigin hag, og skyggir það á engan hátt á þá staðrevnd, að Marshall-aðstoðin er veglegasta og stórfelldasta efnahagshjálp, sem nokkur þjóð hefur veitt öðr- um þjóðum fyrr og síðar og mun af komandi kynslóðum verða minnzt með þakklæti, þegar allt smásálarlegt nart og nöldur miður velvilj- aðra manna verður löngu gleymt og grafið. Frumskilyrði fyrir efnahagslegum afturbata var veruleg franrleiðsluaukning. En til hennar þurfti mikinn innflutning á hráefnum frá Bandaríkjununr og öðrunr handanhafs-löndum. Til þess að greiða innflutninginn þurfti svo aukinn útflutning og auknar útflutningstekjur. En útflutning og verzlun milli landa yfirkitt var ekki hægt að auka, nenra því aðeins að milli- •landagreiðslur væru auðveldaðar og utanríkis- verzlunin gerð frjálsari. Heiimsviðskiptin þurftu að verða frjálsari og sérstaklega þurfti að rvðja úr vegi viðskiptatálnrununr nrilli Marshall-land- anna innbyrðis, svo að þar myndaðist stór heirtra- markaður og verkaskipting þjóðanna fengi not- ið sín. Með fríverzluniinni átti samkeppni í framleiðslu og verzlun að aukast og kostnaður að lækka, og ódugnaðurinn og óskynsamleg og þunglanraleg vinnubrögð lraftastefnu og ríkis- afskipta að hverfa. Með beinunr fjárframlögunr, lánutrr og gjöf- um, skyldi Marshall-aðstoðin bægja bráðum skorti frá bæjardyrum Evrópu og fá hjól franr- lei/ðslunnar til þess að sarúast. Þetta var.bráða- birgðalausnin. En Marshallsamtökin gerðu einn- ig ráð fyrir aðgerðum, senr trriðuðu að fram- búðarlausn vandamálanna. Þær aðgerðir snertu aðallega greiðslufyrirkomulag og utanríkisvið- skipti þjóðanna og áttu rætur sínar að rekja til þess viðskiptakerfis, senr nefnt hefur verið frjáls verzlun cða fríverzlun. — Það er einmitt unr þessa starfsemi Marshall-sanrtakanna, sem hér nrun verða farið nokkrum orðunr. Fríverzlun í áföngum. í stofnsanrþykkt Marshall-samtakanna er lýst yfir þeinr ásetningi þeirra, að greiða úr flækju gjaldeyrisnrálanna, lækka tollamúrana og losa um viðskiptalröftin nrilli þátttökuríkjanna. Þ. 16. okt. 1948 var fyrsti sanrningurinn um nýtt FRJÁLS VER'HLUN 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.