Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Page 15

Frjáls verslun - 01.04.1950, Page 15
stundum í helgidagsbroti og yrðum að láta afl- ann allan eða mestan í helgidagasekt. Sjóferðir þessar voru bæði lærdómsríkar, skemmtilegar og upplífgandi fyrir mig, eigi sí/.t eftir að ég fór að vinna í Landsbankanum, enda héldust þær við flest þau árin, er ég vann þar, a. m. k. fram að árinu 1925, er ég flutti í hús mitt við Laufásveg. Sennilega hefðum við „setið“ sunnudaginn allan og eigi liirt um að fara í land, ef ég hefði komizt hjá því að fara í kirkju öll þessi ár, því ég átci að sjá um sönginn og „spil- verkið" í Fríkirkjunni, lijá séra Ólafi Ólafssyni kl. 12 og hjá séra Haraldi Níelssyni ýmist kl. 2 eða kl. 5 annan livern sunnudag, þangað til Páll ísólfsson tók þetta starf að sér 6. júní 1926, og hef ég eigi komið að því síðan, eftir nærri 40 ára „þjónustu". — Þá vil ég og minnast á það, þótt ég hafi skrif- að nokkuð urn það áður, að árin 1904—05 afrit- aði ég allar frétta- og skeytasendingar fyrir Loft- skeytastöðina, sem sett var upp innan við Rauð- ará, við „Svartaskóla", en þar höfðum við jrá einnig þilskipaútgerð okkar, kútter „Golden Hope“ og síðar „L’Esperance“ (Heklu), fram á sumarið 1906. Ég átti vél þá (Typograf-vél), er til þess var notuð, og í sambandi við þetta auka- starf rnitt kom þar svo, að ég keypti land það úr Traðarholtstorfunni, er Marconifélagið ætlaði að kaupa af mér 1905, en sem ekkert varð úr annað en það, að ég ræktaði landið, nærri 70 dagsláttur, seldi það síðan ríkinu og gaf meginhluta andvirð- is þess (20 þús. krónur) til stofnunar drykkju- mannahælis, 17. maí 1939, en sem enn er eigi komið til frekari nota; hinsvegar hefur sjóður jressi eflzt svo af vöxtunum einum, að vaxtaupp- hæðin ein nemur nú nærri 3800 krónum, þ. e. eykst um 100 kr. á mánuði auk vaxtavaxta, og er það sérstakur sjóður út af fyrir sig. Hinsvegar hafa bæjarbúar safnað álíka upphæð í sjóð í sama augnamiði og jró ekkert aðhafzt til J>ess að létta af einu hinu versta böli íslenzku þjóðarinn- ar, er þjáð hefur liana frá arilstíð og sennilega aldrei svo freklega sem nú. Þannig eru aðgjörðir íslenzkra yfirvalda í einu hinu rnesta velferðai'- máli jíjóðarinnar. Er það ekki dásamleg rögg- semi og umhyggja fyrir „háttvirtum kjósend- um?“ Árið 1907 bað N. B. Nielsen mig að gjörast fylgdarmaður og túlkur frænda konu sinnar, Knud Hansen frá Hörsholm, og fórum við með tvo hesta hvor til reiðar austur á Þingvöll, til Geysis, yfir Hvítá hjá Kópavatni, niður Hruna- mannahrepp og að Þjórártúni; gistum við þar hjá hinum góðkunnu hjónum og vinum mínum, Ólafi ísleifssyni og Guðríði Eiríksdóttur. Ég sagði Hansen, sem var orðmn leiður á svona löngu ferðalagi og farinn að finna sárt til svengdar, að við yrðum að komast til læknisins (Ólafs ísleifssonar), sem byggi hér niður með ánni og varð hann himinlifandi við að heyra þá áætl- un mína. En er að Þjórsártúni kom, var læknir- inn eigi heima. Konu lians hittum við heldur eigi strax, og j>ví var okkur vísað inn í eitthvert forhýsi, fullt af allskonar rusli, reyðtýgjum, beizl- um, reipum og reiðmgum, og varð þá Hansen svo órór, að ég átti erfitt með að fá hann til þess að biða }>ar stundinni lengur. Hann vildi ólmur fara Jraðan og sagði: „Er þetta læknissetrið, sem þú varst að keppast við að ná til? Við verðum að fara héðanl Hér getum við ekki verið“. Skömmu síðar kom frú Guðríður inn til okk- ar og spurði, hver hefði vísað okkur í Jjennan stað. Bað liún okkur að koma inn í stofu, og í sarna bili kom læknirinn. Hýrnaði þá mjög yf- ir Hansen sem von var, enda var nú lax og annað góðgæti á borð borið, ágætt rúm tilreitt fyrir hvorn okkar. Sváfum við vel. Að morgni sagði Hansen: „Hér var gott að vera og séu margii gistingarstaðir á Jslandi svona góðir, er engin furða j>ótt }>að sé heimsótt af lerlendum mönn- uni “ Knud þessi Hansen var nál. tvítugur að aldni, FKJÁLS VERZLUN 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.