Frjáls verslun - 01.04.1950, Side 17
saman, á ýmislegt það, er fyrir okkur bar á ferða-
laginu forðum fyrir 19 árum, m. a. það, að ég var
nærri orðinn fyrir slysi við Geysi: Suðaustan-
vindur var, ég kveikti í pípu minni, en eldsneisti
fauk inn á rnilli jakka míns og vestis, svo að nú
var „kv.knað í kotinu"; brann boðungur vest-
isins svo og skyrtan, og ég fann til hitans um lelð
og Hansen kallaði til mín og sagði: „Du brænd-
er, Herr Paulson!" Hlupurn við svo af baki og
gátum slökkt glæðurnar áður en meiri skaði yrði
af. — Ýmislegt fleira bar og fyrir okkur, sem við
gleymum víst aldrei en höfum lilegið mjög að
síðan.
Kjötverzlun var oft nrikil \ ið Brydes-verzlun.
Var „Gvendur á fartinni" ávallt sendur með
„kjötlistana“ út um allan bæ, til þess að safna
áskrifendum að kaupum á kjötinu, færa þeim
það síðan og taka við greiðslu þess. Betri og lið-
ugri mann var eigi unnt að finna til þessa en
Guðmund Oddsson. Svo var nákvæmni hans mik-
il í þessu senr öðru, og trúmennskan, að aldrei
munaði einum eyri, og þá var nú ekki svikizt
um“. Allt gekk „í fartinni", við engan mann tal-
að meira en við þurfti meðan erindið var borið
upp og því lokið, og aldrei gaf Guðmundur sér
tíma til að drekka úr kaffibolla þótt boðið væri:
Hann var alltaf „á fartinni" og að flýta sér, sýna
trúmennsku sína og ráðvendni. Guðmundur
Oddsson var meðalnraður á hæð, spengilegur,
rjóðleitur í andliti, skegglaus að mestu og rak-
aði sig aldrei mé lét raka, lreldur klippti, enda
var þá lítið unr hárskera hér og rakara og nrundi
hann engan tínra lrafa til þess að heiimsækja þá;
'lrann var snyrtilega til fara og í framgöngu allri,
síglaður og ávallt tilbúinn til að vera öðrum að
því liði, senr lrann nrátti. Frenrur var hann fá-
kunnandi „til bókarinmar" en því lagnari og lið-
legxi til allrar vinnu, léttur á fæti senr lrind, enda
gekk lrann — eða hljóp — því lrann var alltaf „á
fartinni" — langa vegu á þriðjungi skemmri tíma
en aðrir. Má þar til nefna, að sæmilegur gairgur
austan af Eyrarbakka tók 14 kl„ en leið þessa fór
Guðnrundur á 8—9 tínrum fótgangandi.
Einu sinni bað ég Guðmund að lána mér hest
til reiðar austur á Eyrarbakka. Það var velkomið,
og kostaði lrann 10 kr. og gert ráð fyrir að ferðin
tæki 3 daga. En er Guðnrundur kom nreð hest-
inn til nrín, sagði hann brosandi: „Hestinum er
vel reitt, en ekki mundi ég vilja borga 10 kr.
fyrir hann, svona stutta leið; ég færi heldur
gangandi!“
Mér þótti hestlánið dýrt, en notaði það sanrt,
því ekki nennti ég að fara hér á milli, eins og áð-
ur, oft 4—5 ferðir á hverjum vetri, enda var ég
þá farinn að venjast hóglífinu í Reykjavík og
orðimn hálffimtugur að aldri.
Verkamennirnir og sanrverkanrenn nrínir við
Brydesverzlun voru liver öðrunr betri, alveg eins
og ég átti að venjast samtíðarmönnum nrínunr á
Stokkseyri og Eyrarbakka, og minnist ég þeirra
allra, undantekningarlaust, nreð aðdáun og ó-
skiptu þakklæti. Ég lreld að þeir hafi flestir skil-
ið nrig betur, skoðanir mínar og viðhorf nritt til
nranna og málefna — þótt fáskiptinn væri ég þó
nrjög um ahnerin nrál —, en margir þeina, er á leið
nrinni hafa verið síðan og ég lref haft eitthvað
sanran við að sælda, en allfrestir lrafa þeir þó
verið hinir ágætustu í nrinn garð og nrálefna
þeirra, er ég hef lraft nrestan áhuga fyrir: Söng-
listinni, barnaverndinni, bindindinu og ýnrsu
fleiru, senr nrér finnst þó ávallt að ég hef of lítið
unnið fyrir, og nrinna en ég lrefði getað gert,
jafnvel enn. Án þessa lrefði ég eigi getað lifað
lífinu, né viljað lifa, sjálfunr nrér til ánægju.
Auk annarra gæða þeirra, er mér hafa hlotnazt
í lífinu, eru þau, að ég lref eignazt góða vini,
sanna og trúverðuga, ieigi fáa, heldur fjölda
nrarga, en engan óvin, svo ég viti til, heldur
nokkra óvildarmenn, senr ég hef eigi nretið nrik-
ils og leyft þeinr að lrafa það álit á mér, setn þeir
hafa lraldið að ég ætti skilið og verið verðugur
fyrir. Sennilega lref þá átt einhverja orsök í því
sjálfur: Eigi getað samþýðst þeitn eða skilið þá
rétt, og þannig nrun fleirum verða en nrér. Ég
hef oft verið kaldur í svörum og sæmilega óbil-
gjarn, en aldrei hef ég viljað abbast upp á aðra
að ósekju; lrafi þeir viljað abbast upp á nrig, lref
ég spyrmt fæti við, ien það þola eigi allir. En
börn og bágstadda nrenn lref ég viljað reyna að
skilja og oft fundið til með þeim. — Hjá þeinr
er oft svo fátt um varnir, en mikið um misskiln-
ing og of nrikið afskiptaleysi.
Læt ég svo staðar numið með endurminningar
þessar og hugleiðingar, og veit, að það er margt
laust í böndunum, senr varlega þarf að fara nreð,
svo að eigi fari jrað allt „yfrum á dróginni“ eða
húm sligist undir því.
Reykjavík, 14. júlí 1942.
Jón Pálsson.
FRJÁLSVERZLUN
61